Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 12

Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 12
12 13 Ávarp biskups Íslands, Agnesar M. Sigurðardóttur Dómsmálaráðherra, forseti kirkjuþings, kirkjuþingsfulltrúar, vígslubiskupar, góðir gestir. Ég vil byrja á því að þakka sóknarnefnd og starfsfólki hér í kirkjunni fyrir aðstöðuna og tónlistarfólkinu fyrir flutninginn. Einnig vil ég þakka forsætisnefnd, kirkjuráði og starfsfólki sem undirbúið hefur þingið. Nú fer kirkjuþingið fram í nýjum húsakynnum kirkjunnar að Katrínartúni 4 hér í borg. Biskupsstofa, kirkjuráð og kirkjugarðaráð eru nýflutt þar inn og verður kirkjuþingið fyrsti stóri fundurinn sem þar er haldinn. Við sem þar vinnum hlökkum til að taka á móti ykkur og vonum að ykkur eigi eftir að líða eins vel þar og okkur sem höfum verið þar í tvær vikur. Viðbótarsamkomulag Nýir tímar fara nú í hönd í þjóðkirkjunni. Viðbótarsamkomulag ríkis og kirkju sem samþykkt var í byrjun september s.l. felur í sér breytingar á skipulagi kirkjunnar. Mörgum spurningum er ósvarað þó mynd sé að komast á stærstu áskoranirnar. Bið ég þess að þjóðkirkjan eflist og dafni vel í þessu nýja skipulagi. Margt breytist þegar lög verða felld niður og kirkjuþingið ákveður enn fleira en áður. Hins vegar vil ég leyfa mér að minna á að enn stendur í stjórnarskránni að ríkið skuli styðja og vernda þessa evengelísku lútersku kirkju. Því hefur ekki verið breytt. 62. grein sem skilgreinir hina „evangelísku lútersku kirkju“ sem þjóðkirkju Íslands má breyta með lögum, en 1. málsgrein 79. greinar segir að auki, að slík breyting þurfi samþykki í leynilegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Öll stefnum við að sama marki og höfum okkar hlutverk í kirkjunni til að ná því. Mér komu í hug orð sr. Matthíasar þegar ég undirbjó mig fyrir kirkjuþingið í ár. Legg þú á djúpið eftir Drottins orði og æðrast ei, því nægja mun þinn forði, þótt ómaksför þú farir marga stund. Ef trú og dáð og dugur ei þig svíkur, er Drottinn lífs þíns ennþá nógu ríkur og mild hans mund. Nú leggjum við á djúpið og treystum því að Drottinn sé með okkur í verki. Það liggja mörg mál fyrir kirkjuþingi eins og ævinlega og mér sýnist á málaskránni að þingsályktanir séu 14 og breyting á starfsreglum 21, þar af 12 um skipulag kirkjunnar í héraði. Hjálparstarf kirkjunnar Þann 9. janúar 2020 fagnar Hjálparstarf kirkjunnar 50 ára afmæli sem hjálparstofnun en á prestastefnu sumarið 1969 hvöttu prestar landsins kirkjuna til að koma á legg hjálparstofnun er sinnti hjálparstarfi og líknarmálum á vegum hennar. Þeir ákváðu jafnframt að leggja 1% af launum sínum til hjálparstarfsins. Á fundi kirkjuráðs 9. janúar 1970 var formlega ákveðið að stofna Hjálparstofnun kirkjunnar. Séra Jónas Gíslason var ráðinn sem framkvæmdastjóri og hóf hann strax að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.