Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 20
20 21
málsliðar eftir gagnvart umsjónaraðilum heimasíðunnar og þeim sem sinna tæknimálum og
gefa kirkjuráði skýrslu um stöðu mála á næsta fundi.
Haldinn hefur verið fundur með fulltrúum frá Þjóðskrá Íslands og málið er enn í
vinnslu.
Kirkjuþing þakkar skírnarnefnd hennar störf og leggur til að hún haldi áfram og kynni
söfnuðum tillögur sínar.
Kirkjuráð samþykkti að fela fjármálahópi að taka málið fyrir og gera tillögu um það til
næsta fundar kirkjuráðs, þar sem fjárhagsáætlanir kirkjunnar verða afgreiddar. Framlag til
nefndarinnar í drögum að fjárhagsáætlun 2019 er kr. 725.000 en það verkefni sem meta
skal snýr að samþykkt kirkjuþings 2018 þess efnis að skírnarfræðslunefnd kynni söfnuðum
tillögur sínar. Kirkjuráð samþykkti að skírnarfræðslunefnd geri tillögur um kynningarmál
sín þannig að unnt verði að meta kostnaðinn við verkefnið. Í skírnarhópi kirkjuþings eru
þau: sr. Kristján Valur Ingólfsson, Drífa Hjartardóttir og sr. Sjöfn Jóhannesdóttir. Hópurinn
hefur skilað skýrslu skírnarhóps kirkjuþings 2018-2019. (fskj. 2).
Kirkjuþing ályktar að kirkjuráð geti framvegis um stöðu og framvindu mála í ársskýrslu
sinni.
Kirkjuráð samþykkti að taka ábendinguna til greina.
Kirkjuþing ályktar að þjóðkirkjan taki upplýsinga- og kynningarmál föstum tökum og
læri af þeim kostnaðarsömu mistökum sem gerð hafa verið.
Kirkjuráð lýsir yfir ánægju með hina nýju heimasíðu kirkjan.is og nýjan þjónustuvef,
en hvetur umsjónaraðila til að sinna af hraða og festu því að lagfæra og útfæra vefina í
samræmi við þær ábendingar sem borist hafa. Kirkjuráð hefur þegar slitið samstarfinu sem
lýtur að verkefninu leitandi.is.
Kirkjuþing fagnar því að kirkjuráð hafi loks ákveðið að auglýsa eftir jafnréttisfulltrúa sem
kirkjuþing 2017 samþykkti að ráða.
Kirkjuráð samþykkti að fela fjármálahópi að taka málið fyrir og gera tillögu um það til
næsta fundar kirkjuráðs, þar sem fjárhagsáætlanir kirkjunnar verða afgreiddar.
Kirkjuþing metur störf kirkjuþings unga fólksins og hvetur þingfulltrúa KUF til að láta
rödd sína heyrast áfram.
Kirkjuráð tekur undir hvatningu kirkjuþings í garð unga fólksins í kirkjunni. Rödd þeirra
er kirkjunni mikilvæg.
Gerð er grein fyrir kirkjuþingi unga fólksins síðar í skýrslunni.
Kirkjuþing hvetur til þess að stutt verði við starfsemi Skálholtsútgáfunnar og rekstar um-
hverfi hennar verði tryggt svo hún geti áfram sinnt sínu hlutverki við útgáfu, boðun og
fræðslu.
Kirkjuráð mun leitast við í verkum sínum að styðja við starfsemi Skálholtsútgáfunnar