Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 61

Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 61
61 III. KAFLI Markmið Markmið jafnréttisstefnunnar er að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum rétti allra kynja í þjóðkirkjunni og jöfnum möguleikum allra kynja til starfa, áhrifa og þjónustu. Markmiðin eru: 1. Að skapa forsendur fyrir fólk í kirkjunni til að njóta þess jafnréttis sem tryggt er í lögum. 2. Að festa kynjasamþættingu og jafnréttismál í sessi á öllum sviðum kirkjulegs starfs og innan stjórnsýslu kirkjunnar. 3. Að festa kynjaða fjárlagagerð í sessi á öllum sviðum kirkjulegs starfs og innan stjórnsýslu kirkjunnar. 4. Að bæta stöðu eða auka möguleika kynjana ef á kyn hallar á ákveðnu sviði. 5. Að stuðla að jafnri stöðu kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum. 6. Að stuðla að betra samræmi milli fjölskyldu- og atvinnulífs starfsmanna. Markmiðin og framkvæmd þeirra: Neðangreind áætlun er fyrir árin 2019-2023 1. Að skapa forsendur fyrir fólk í kirkjunni til að njóta þess jafnréttis sem tryggt er í lögum. a. Að hvetja til þess að æðsta stofnun kirkjunnar, kirkjuþing, samþykki ekkert sem brjóti í bága við jafnréttislög og leita þurfi álits jafnréttisnefndar í öllum vafatilvikum. Hvatt verður til þess að æðsta stofnun kirkjunnar, kirkjuþing, tryggi að allt sem þar er samþykkt samræmist gildandi jafnréttislögum, ekkert sé samþykkt þar sem brjóti í bága við þau eða takmarki réttindi fólks til að njóta þeirra réttinda sem lögin eiga að tryggja. Verði borin kennsl á aðstæður eða þær skapist, sem torveldi starfsfólki að leita réttar síns samkvæmt jafnréttislögum skal umsvifalaust setja upp áætlun til að bæta úr. Ábyrgð: Biskup Íslands og jafnréttisnefnd. Tímamörk: Árið 2019-2020. b. Að kirkjuráð og forsætisnefndin flytji tillögu fyrir kirkjuþing 2020 um að þingmenn hugi ávallt að jafnréttissjónarmiðum þegar teknar eru ákvarðanir eða reglur settar, sem varða vígða- eða óvígða þjóna kirkjunnar. Jafnframt að aflað skuli álits jafnréttisnefndar eða jafnréttisfulltrúa í öllum vafatilvikum. Ábyrgð: Kirkjuráð og forsætisnefnd. Tímamörk: Árið 2020. c. Að biskup Íslands og kirkjuráð skilgreini nákvæmlega hvaða úrræði og ferlar séu fyrir hendi fyrir fólk til að leita réttar síns telji það vera brotið á sér samkvæmt jafnréttislögum. Ábyrgð: Biskup Íslands, kirkjuráð, kirkjuþing og jafnréttisfulltrúar. Tímamörk: Árið 2019-2020.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.