Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 68

Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 68
68 69 21. mál 2019 Flutt af kirkjuráði Þingsályktun um skipun nefndar til endurskoðunar á starfsreglum um íslensku þjóðkirkjuna erlendis Kirkjuþing samþykkir að skipuð verði þriggja manna nefnd til þess að endurskoða starfsreglur um íslensku þjóðkirkjuna erlendis nr. 1003/2005, með síðari breytingu. Biskup Íslands, kirkjuráð og utanríkisráðherra tilnefni hver um sig einn nefndarmann. Biskup Íslands skipi nefndina og skal sá sem biskup tilnefnir vera formaður hennar. Nefndin skili tillögum sínum að breyttum starfsreglum til kirkjuráðs sem leggur þær fram sem tillögur að nýjum starfsreglum fyrir kirkjuþing 2020. Greinargerð. Starfsreglur um íslensku þjóðkirkjuna erlendis eru að mörgu leyti barns síns tíma og þarfnast gagngerrar endurskoðunar. Starfsreglurnar þurfa að taka tillit til þess fjölbreytta starfsumhverfis er söfnuðir og prestar búa við erlendis. Nú eru starfandi íslenskir söfnuðir í London, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Lúxemborg og á Kanaríeyjum. Prestsþjónusta er með misjöfnum hætti á þessum stöðum, allt frá því að vera fullar stöður fjármagnaðar í viðkomandi landi eða af þjóðkirkjunni eða prestar sem koma með reglulegu millibili til að sinna lágmarksþjónustu. Utanríkisráðuneytið lét vinna skýrslu m.a um borgaralega þjónustu við Íslendinga á erlendri grundu. Þar er lagt til aukið samstarf sendiráða við þjóðkirkjuna og því ber að fagna. Þjóðkirkjan þjónar þar sem hennar er þörf og þegar til hennar er leitað á erlendri grundu. Þjónusta við Íslendinga erlendis er mikilvæg vegna tungumálsins sem er nátengt trúar- og tilfinningalegri vídd manneskjunnar. Því hefur samstarf þjóðkirkjunnar við sendiráðin erlendis verið mikils metin, sér í lagi á sviði sálgæslunnar. Hið menningar- og félagslega hlutverki sem hún gegnir skal heldur ekki vanmetið. Biskupsembættið hefur verið í góðu samtali og samráði við utanríkisþjónustuna vegna þeirra sameiginlegu verkefna þessara tveggja aðila í þjónustunni og liggur fyrir skýrsla biskupsembættisins sem nefndin gaumgæfi og byggi tillögur sínar á. Lögð er áhersla á að nefndin leiti sér upplýsinga hjá nágrannakirkjum sem og þeim kirkjum í Evrópu, þá sér í lagi í Þýskalandi, sem hafa búið góðan ramma utan um kirkjulega þjónustu borgara sinna á erlendri grundu. Nýjar starfsreglur þurfa að taka á þeim fjölbreyttu aðstæðum sem íslenskir söfnuðir erlendis búa við, annars vegar hvað varðar stöðugildi, lagaumhverfi og hins vegar fjármögnun. Kostnaður: Sjá kostnaðaráætlun fjármálastjóra þjóðkirkjunnar. Nefndarálit löggjafarnefndar Nefndin hefur fjallað um málið og leggur til að tillagan á þskj. 21 verði samþykkt óbreytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.