Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 33
33
miðað var við að ungt fólk, á aldrinum sextán til þrjátíu ára, skyldi vera að jafnaði minnst
tuttugu hundraðshlutar þeirra innan hverrar skipulagsheildar þjóðkirkjunnar sem
hverju sinni; tækju bindandi ákvarðanir, semdu áætlanir, skipulegðu starfsemi og hefðu
kosningarétt. Þing unga fólksins telur að þessari samþykkt hafi ekki verið fylgt nægilega
vel eftir. Það leggur auk þess til að ákvæðið um 20% skuli ekki vera viðmið heldur regla.
Önnur viðfangsefni.
– Samningur STEFs og þjóðkirkjunnar.
Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar hefur kynnt kirkjuráði drög að samningi um höfundarrétt
vegna flutnings tónlistar í kirkjum. Samningurinn fjallar um greiðslur þjóðkirkjunnar til
STEFs vegna flutnings tónverka við guðsþjónustur, safnaðarstarf og kirkjulegar athafnir.
Kirkjuráð vísaði málinu til Framtíðarnendar kirkjunnar.
– Reglur um stjórnsýslu og starfshætti kirkjuráðs.
Biskup Íslands lagði fram tillögu að endurskoðuðum reglum um stjórnsýslu og starfshætti
kirkjuráðs.
Kirkjuráð samþykkti reglur um stjórnsýslu og starfshætti kirkjuráðs. (fskj. 9).
– Starfsáætlun kirkjuráðs vegna komandi starfsárs.
Biskup Íslands lagði fram starfsáætlun kirkjuráðs vegna komandi starfsárs.
Kirkjuráð samþykkti starfsáætlun kirkjuráðs fyrir starfsárið. (fskj. 10).
– Þingvellir.
Þingvallanefnd hefur lagt fram drög að stefnumótun fyrir þjóðgarðinn á Þingvöllum.
Kirkjuráð samþykkti að fela lagahópi að gera tillögur að athugasemdum kirkjuráðs við
drög að stefnumótun Þingvallanefndar.
– Saurbær á Hvalfjarðarströnd.
Á kirkjuþingi 2018 var samþykkt að Saurbæjarprestakall yrði lagt niður og sóknir þess
lagðar undir nýtt prestakall, Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakall. Á kirkjuráðsfundi
hinn 13. mars 2019 kynnti biskup Íslands tillögu sína um skipan starfshóps sem skyldi
fjalla um framtíðarsýn hvað Saurbæ áhrærði. Í hann voru skipuð: Jón Valgarðsson,
bóndi og sóknarnefndarformaður Saurbæjarsóknar, Guðmundur Þór Guðmundsson,
skrifstofustjóri biskupsstofu og sr. Elínborg Sturludóttir, prestur í Dómkirkjuprestakalli.
Verkefni starfshópsins:
a) Koma með tillögur um notkun prestssetursins í Saurbæ og jarðarinnar. Í þessu
sambandi nefnir biskup starfsemi sem tengist sögu staðarins og nálægð við Vatnaskóg
og höfuðborgarsvæðið. Hallgrímssetur hefur borið á góma sem og Barroksetur, og náið
samstarf við starfsemina í Vatnaskógi.
b) Koma með tillögur að fjármögnun starfseminnar, meta það hvort hún krefðist
starfsmanns og rekstrarfjár. Athuga hvort tekjur af hlunnindum staðarins gætu nýst til
starfseminnar að hluta til eða að fullu.
Niðurstöður hópsins koma fram í greinargerð, dags. 8. apríl 2019. (fskj. 11).