Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 51
51
10. mál 2019
Flutt af biskupi Íslands
Starfsreglur um breyting á starfsreglum
um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007, með síðari breytingum
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. starfsreglnanna:
Súðavíkursókn, Vatnsfjarðarsókn og Ögursókn sameinist. Heiti hinnar nýju sóknar
verði Súðavíkursókn.
2. gr.
Starfsreglur þessar, sem settar eru með heimild í 50. gr., sbr. 59. gr. laga um stöðu, stjórn og
starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu.
Nefndarálit löggjafarnefndar
Nefndin hefur fjallað um málið og leggur til að það verði samþykkt óbreytt eins og það
birtist á þingskjali 10.
Tillagan fjallar um að Súðavíkursókn, Vatnsfjarðarsókn og Ögursókn sameinist. Heiti
hinnar nýju sóknar verði Súðavíkursókn.
Fram kemur í fylgiskjali með málinu að á héraðsfundi Vestfjarðaprófasts-
dæmis, sem haldinn var á Reykhólum 8. september 2019, var samþykkt að sameina
Ögursókn, Vatnsfjarðarsókn og Súðavíkursókn í eina sókn og skuli hin nýja sókn heita
Súðavíkursókn. Fyrir liggur samþykki aðalfunda viðkomandi sókna, sem allar eru í
Bolungarvíkurprestakalli.