Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 62

Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 62
62 63 2. Að festa kynjasamþættingu og jafnréttismál í sessi á öllum sviðum kirkjulegs starfs og innan stjórnsýslu kirkjunnar. a. Að auka jafnréttisfræðslu til presta, djákna og starfsfólks safnaðanna með námskeiðum um jafnréttismál, málfar allra kynja og útgáfu fræðsluefnis. Einnig mun kirkjan standa fyrir jafnréttisdögum, fræðslu og fyrirlestrum um kynjasamþættingu sem felur í sér að skipuleggja, bæta, þróa og leggja mat á stefnumótun og ákvarðanir þannig að sjónarhorn kynjajafnréttis sé fléttað inn í starf kirkjunnar á öllum sviðum hennar. Þá mun kirkjan stuðla að því að kynjasamþætting verði þáttur í endurmenntun þeirra sem fyrir kirkjuna starfa. Ábyrgð: Jafnréttisfulltrúar. Tímamörk: 2019-2023. b. Jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúi haldi úti virkri heimasíðu þar sem aðgengilegar eru upplýsingar um tölfræði og annað sem tengist jafnréttismálum. Ábyrgð: Jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúar. Tímamörk: 2019-2023. c. Að handbók þjóðkirkjunnar verði rafræn til þess að mögulegt sé að uppfæra hana reglulega með tilliti til jafnréttis og málfars allra kynja. Ábyrgð: Biskup Íslands, þjónustusvið og jafnréttisfulltrúar. Tímamörk: 2019-2020. d. Í öllu efni sem kirkjan gefur út skal höfða til allra kynja og prestar og starfsfólk kirkjunnar sem koma að boðun og fræðslu skulu huga að ábyrgð sinni varðandi málfar allra kynja. Yfirfara skal skráningarform, prestsþjónustubækur og önnur form og fræðsluefni kirkjunnar svo tekið verði mið af þriðja kyninu. Um leið er rétt að endurskoða texta á heimasíðum og annarsstaðar með tilliti til þessa. Ábyrgð: Jafnréttisfulltrúar og prófastar. Tímamörk: 2019-2023. 3. Að festa kynjaða fjárlagagerð í sessi á öllum sviðum kirkjulegs starfs og innan stjórnsýslu kirkjunnar. a. Að jafnlaunavottun verði lokið í desember árið 2020. Ábyrgð: Biskup Íslands og mannauðsstjóri. Tímamörk: 2019-2020. b. Að verkefnastjórum fjármála þjóðkirkjunnar verði gert kleift að kynna sér og innleiða kynjaða fjárlagagerð fyrir árið 2021. Ábyrgð: Jafnréttisfulltrúar og sviðsstjóri fjármála. Tímamörk: 2019-2021. 4. Að bæta stöðu eða auka möguleika kynjanna ef á kyn hallar á ákveðnu sviði. a. Að finna leiðir að kosningafyrirkomulagi sem tryggi jafnan hlut kynjanna á kirkjuþingi og í kirkjuráði. Ábyrgð: Biskup Íslands, kirkjuráð og kirkjuþing.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.