Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 22
22 23
kirkjunnar. Nefndin skal skipta með sér verkum. Í nefndina hafa verið skipaðir eftirfarandi
fulltrúar: Kosin af kirkjuþingi, aðalmenn: Jónína Ólafsdóttir og Þóra Hjörleifsdóttir.
Varamenn: Daníel Ágúst Gautason og Dagur Fannar Magnússon. Biskup hefur skipað sem
aðalmenn: Hrein S. Hákonarson, Magneu Sverrisdóttur og Sigfús Kristjánsson. Varamenn
eru: Halldór Reynisson, Hildur Björk Hörpudóttir og Ragnheiður Sverrisdóttir.
Starfsreglurnar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum.
17. mál. Þingsályktun um persónuverndarstefnu fyrir þjóðkirkjuna.
Flutt af kirkjuráði.
Persónuverndarstefnan hefur verið birt á vefsíðu kirkjunnar og vinnur persónu verndar-
fulltrúi biskupsstofu að innleiðingu hennar.
18. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir
þjóðkirkjunnar nr. 950/2009, með síðari breytingum.
Flutt af kirkjuráði.
Hér er um að ræða breytingar á hlunnindatekjum presta og hefur kirkjuráð upplýst þá
sem breytingin mun hafa áhrif á.
Starfsreglurnar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum og á vefsíðu kirkjunnar.
19. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr.
1026/2007, með síðari breytingum.
Flutt af kirkjuráði.
Hér er um að ræða brottfall ákvæða um prestssetur og húsaleigustyrkja til presta.
Húsaleigustyrkur fellur niður 1. desember 2019. Kirkjuráð hefur tilkynnt viðkomandi
prestum um breytingarnar.
Starfsreglurnar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum og á vefsíðu kirkjunnar.
22. mál. Starfsreglur um breytingar á ýmsum starfsreglum kirkjuþings samkvæmt heimildum
í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum.
(Bandormur). Flutt af kirkjuráði.
Starfsreglurnar hafa verði birtar í Stjórnartíðindum og á vefsíðu þjóðkirkjunnar.
23. mál. Þingsályktun um fasteignastefnu þjóðkirkjunnar.
Flutt af kirkjuráði.
Kirkjuþing samþykkti fasteignastefnuna og hefur hún verið birt á vefsíðu þjóðkirkjunnar.
27. mál. Þingsályktun um fræðslustefnu þjóðkirkjunnar.
Þingmannamál.
Kirkjuþing samþykkti Fræðslustefnu þjóðkirkjunnar þar sem sérstök áhersla er lögð
á skírnarfræðslu og fræðslu um umhverfismál. Biskupi Íslands og kirkjuráði er falið að
fylgja eftir framkvæmd stefnunnar samkvæmt aðgerðaráætlun.
Fræðslustefnan hefur verið birt á vefsíðu þjóðkirkjunnar.