Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 40

Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 40
40 41 skerða sóknargjaldið og almenningur lýtur svo á að um framlag frá ríkinu sé að ræða en ekki endurgreiðslu á innheimtu gjaldi. Til að reikna út hversu hátt sóknargjaldið á að vera, samkvæmt lögum um sóknargjöld, þarf að reikna upp stofn frá árinu 1997 en stofn sóknargjaldsins er það árið 400,24 kr. á einstakling á mánuði. Þessi stofn á að verðbætast árlega eftir hækkun meðaltekjuskattsstofns einstaklinga á öllu landinu á milli tekjuára. Þessi verðbreytingastuðull fæst með því að deila fjölda framteljenda í tölur frá Ríkisskattsstjóra um tekjuskattsstofna á ári. Samkvæmt útreikningum hefði sóknargjald átt að vera 1.556,- kr. á einstakling á mánuði árið 2018. Ríkið hélt eftir 631,- kr. á einstakling á mánuði eða um 1.412,- milljónum samtals. Á langtímafjárhagsáætlun ríkisins sést að ríkið reiknar með lækkun til málaflokksins trúmál á árunum 2021 og 2022. Leggja þarf áherslu á að fá ríkið að samningaborðinu til að semja um sóknargjöldin. Ljóst er að fjárhagsstaða sókna fer versnandi vegna langvarandi skerðinga og engin leiðrétting sóknargjalda er í sjónmáli. Taka þarf upp samtal um möguleika á aukningu tekna sókna með ýmsum öðrum leiðum en hækkun sóknargjalda. Þessi umræða er brýn og nauðsynlegt að grípa til aðgerða. Rekstrarafkoma þjóðkirkjunnar 2018 Biskupsstofa Rekstrarhalli var á rekstri Biskupsstofu á árinu og nam hallinn 284,5 millj. kr. en rekstrar- hallinn er vegna afturvirkrar launaleiðréttingar vegna ársins 2017. Launaleiðréttingin nam 308,1 millj. kr. en hefur ekki verið samþykkt af fjármálaráðuneytinu. Leiðréttingin verður ekki færð til tekna fyrr en hún verður samþykkt. Ef tekið er tillit til launaleiðréttingarinnar er tekjuafgangur af rekstri Biskupsstofu um 26,6 millj. kr. Annar rekstrarkostnaður hækkar um 65,1 millj. kr. á milli ára, þar af hækka leigugjöld um 23,7 millj.kr. og aðkeypt þjónusta um 16,4 millj. kr. Vaxtatekjur hækka um 12,9 millj. kr. frá árinu 2017 en það er vegna bankainnstæðna Biskupsstofu. Lausafjárstaða Biskupsstofu var nokkuð sterk í lok árs 2018, handbært fé nam um 355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.