Gerðir kirkjuþings - 2019, Síða 40
40 41
skerða sóknargjaldið og almenningur lýtur svo á að um framlag frá ríkinu sé að ræða en
ekki endurgreiðslu á innheimtu gjaldi.
Til að reikna út hversu hátt sóknargjaldið á að vera, samkvæmt lögum um sóknargjöld,
þarf að reikna upp stofn frá árinu 1997 en stofn sóknargjaldsins er það árið 400,24 kr. á
einstakling á mánuði. Þessi stofn á að verðbætast árlega eftir hækkun meðaltekjuskattsstofns
einstaklinga á öllu landinu á milli tekjuára. Þessi verðbreytingastuðull fæst með því að
deila fjölda framteljenda í tölur frá Ríkisskattsstjóra um tekjuskattsstofna á ári. Samkvæmt
útreikningum hefði sóknargjald átt að vera 1.556,- kr. á einstakling á mánuði árið 2018.
Ríkið hélt eftir 631,- kr. á einstakling á mánuði eða um 1.412,- milljónum samtals.
Á langtímafjárhagsáætlun ríkisins sést að ríkið reiknar með lækkun til málaflokksins
trúmál á árunum 2021 og 2022.
Leggja þarf áherslu á að fá ríkið að samningaborðinu til að semja um sóknargjöldin. Ljóst
er að fjárhagsstaða sókna fer versnandi vegna langvarandi skerðinga og engin leiðrétting
sóknargjalda er í sjónmáli.
Taka þarf upp samtal um möguleika á aukningu tekna sókna með ýmsum öðrum leiðum
en hækkun sóknargjalda. Þessi umræða er brýn og nauðsynlegt að grípa til aðgerða.
Rekstrarafkoma þjóðkirkjunnar 2018
Biskupsstofa
Rekstrarhalli var á rekstri Biskupsstofu á árinu og nam hallinn 284,5 millj. kr. en rekstrar-
hallinn er vegna afturvirkrar launaleiðréttingar vegna ársins 2017. Launaleiðréttingin nam
308,1 millj. kr. en hefur ekki verið samþykkt af fjármálaráðuneytinu. Leiðréttingin verður
ekki færð til tekna fyrr en hún verður samþykkt. Ef tekið er tillit til launaleiðréttingarinnar
er tekjuafgangur af rekstri Biskupsstofu um 26,6 millj. kr.
Annar rekstrarkostnaður hækkar um 65,1 millj. kr. á milli ára, þar af hækka leigugjöld
um 23,7 millj.kr. og aðkeypt þjónusta um 16,4 millj. kr.
Vaxtatekjur hækka um 12,9 millj. kr. frá árinu 2017 en það er vegna bankainnstæðna
Biskupsstofu.
Lausafjárstaða Biskupsstofu var nokkuð sterk í lok árs 2018, handbært fé nam um 355