Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 69

Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 69
69 22. mál 2019 Flutt af Axel Árnasyni Njarðvík og Svönu Helen Björnsdóttur Þingsályktun um úttekt á prestssetra- og kirkjujörðum vegna endurheimtar votlendis og skógræktar Kirkjuþing ályktar að þegar verði hafist handa við að gera úttekt á því hvaða jarðnæði í eigu þjóðkirkjunnar geti hentað til skógræktar í stórum stíl sem og til endurheimtar votlendis. Úttekt þeirri skal lokið fyrir kirkjuþing haustið 2020. Jafnframt verði í þeirri úttekt hugað að umhverfisvænum virkjunarkostum, þar sem það á við. Í framhaldinu (haust 2020) verði lögð fyrir kirkjuþing ályktun þar sem þjóðkirkjan skuldbindur sig með verkefnaáætlun til 10 ára hvar skuli ráðast í skógrækt og/eða endurheimt votlendis og skuli verkefninu vera lokið haustið 2030. Sú tímasetning tekur mið af IPCC-skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá því í október 2018 (sjá https://www.ipcc.ch/sr15/) þar sem fram kemur að jarðarbúar hafi tíu ár til viðsnúnings í loftslagsmálum til að halda hlýnun andrúmsloftsins innan við 1,5 gráður. Greinargerð. Samkvæmt skýrslu milliþinganefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC 2018) hafa þjóðir heimsins 10-12 ár til að snúa þróuninni við í loftslagsmálum. Að öðrum kosti er hætt við að hitastig í andrúmsloft jarðar fari yfir ákveðinn þröskuld (1,5 gráðu hækkun hitastigs miðaða við fyrir iðnbyltingu) þannig að erfitt geti reynst að snúa þróuninni við. Um þetta eru nokkurn veginn allir vísindamenn sammála og byggja það mat á ótal rannsóknum á lífríki og náttúru. Þess vegna þurfa allir jarðarbúar að taka til hendinni í loftslagsmálum. Flestar kristnar kirkjur hafa brugðist við með að efla sitt umhverfisstarf og Frans páfi hefur orðað þetta þannig að náttúran sé „sá náungi minn“ sem mest þarf á okkar stuðningi að halda nú um stundir. Það er því siðferðileg ábyrgð þjóðkirkjunnar að bregðast við með ákveðnum hætti þar sem verk eru látin tala en ekki orð. Íslenska þjóðkirkjan á enn töluvert mikið land, þar af nokkrar stórar jarðir. Hér er lagt til að það fari fram greining á þessu landi og jörðum í eigu kirkjunnar með það að markmiði að skilgreina hvaða svæði mundi henta til skógræktar og/eða endurheimtar votlendis. Þegar slíkt greining liggur fyrir verði gerð 10 ára áætlun (í samræmi við IPCC- skýrslu Sameinuðu þjóðanna) um að hrinda í framkvæmd þeirri skógrækt og endurheimt sem niðurstaða greiningarinnar leiðir í ljós. Kostnaður við fyrsta stig þessarar aðgerðar, þ.e. sjálfa landgreininguna, er ekki mikill enda nú þegar til upplýsingar og gagnagrunnar í vörslu Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins. Á grunni þeirra upplýsinga má gera grófa greiningu á verkefninu. Landgræðslustjóri hefur þegar lýst sig viljugan að leggja til starfskraft til þessa verkefnis án kostnaðar af hálfu kirkjunnar. Ætla má að Skógrækt ríkisins taki líka vel í að leggja fram slíkar upplýsingar. Kostnaður til framtíðar verður meiri, en á móti kemur að fjármögnun verkefna af þessu tagi er í hraðri þróun og opinber stuðningur fer vaxandi við verkefni af þessu tagi (Votlendissjóður og t.d. bændaskógar).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.