Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 21

Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 21
21 og rekstrarumhverfis hennar. Kirkjuráð mun leita eftir fundi með forsvarsmönnum Skálholtsútgáfunnar til að ræða málefni hennar við fyrsta tækifæri. 2. mál. Skýrsla um fjármál þjóðkirkjunnar. Flutt af kirkjuráði. Kirkjuþing 2018 samþykkir endurskoðaða ársreikninga þjóðkirkjunnar, Tónskóla þjóð- kirkjunnar og Skálholts fyrir árið 2017. Enn fremur afgreiddi kirkjuþing fjármál þjóð- kirkjunnar með eftirfarandi þingsályktun 1. mars 2019: Kirkjuþing 2017 samþykkir endur- skoðaða ársreikninga kirkjumálasjóðs, jöfnunarsjóð sókna og kristnisjóðs fyrir árið 2017. 3. mál. Þingsályktun við drög að frumvarpi dómsmálaráðherra til laga um breytingu á lögum um helgidagafrið nr. 32/1997. Kirkjuþing 2018 samþykkir að umsögn sú um frumvarp dómsmálaráðuneytisins, sem fram kemur í nefndaráliti löggjafarnefndar þingsins á þskj. 66 verði send dómsmálaráðherra. Kirkjuráð sendi dómsmálaráðherra umsögn löggjafarnefndar kirkjuþings. 11. mál. Þingsályktun um stefnumótun fyrir kærleiksþjónustu þjóðkirkjunnar. Þingmannamál. Vísað til kirkjuráðs um framkvæmd. Kirkjuþing 2018 samþykkir að fela kirkjuráði að skipa nefnd til að vinna að stefnumótun fyrir kærleiksþjónustu þjóðkirkjunnar. Nefndin verði skipuð þremur fulltrúum. Einn fulltrúi verði tilnefndur af Prestafélagi Íslands og einn af Djáknafélagi Íslands. Verkefnisstjóri kærleiksþjónustusviðs biskupsstofu verði formaður nefndarinnar. Nefndin vinni náið með þeim sem koma að sérhæfði kærleiksþjónustu kirkjunnar. Tillaga að stefnu fyrir kærleiksþjónustu þjóðkirkjunnar verði lögð fyrir kirkjuþing 2019. Kirkjuráð samþykkti á fundi sínum 2. október sl. að skipa eftirfarandi aðila í nefndina: Séra Þór Hauksson, tilnefndur af Prestafélagi Íslands. Elísabet Gísladóttir, djákni, og varamaður hennar Helga Björk Jónsdóttir, djákni, tilnefndar af Djáknafélagi Íslands. Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni og verkefnastjóri á biskupsstofu, sem verði formaður nefndarinnar. Nefndin hefur ekki komið saman enda nýskipuð. Stefna fyrir kærleiksþjónustu þjóðkirkjunnar verður því ekki lögð fyrir kirkjuþing 2019. 12. mál. Starfsreglur um samfélags- og fræðslunefnd þjóðkirkjunnar. Þingmannamál. Samkvæmt starfsreglum skilar Samfélags- og fræðslunefnd þjóðkirkjunnar kirkjuráði árlegri skýrslu, sem fjallað er um af kirkjuþingi. Einnig gerir nefndin starfs- og fjárhagsáætlun sem samþykkt er af kirkjuráði og lögð fyrir kirkjuþing til ályktunar. Biskup Íslands skipar fimm fulltrúa í nefndina til fjögurra ára og jafnmarga til vara. Kirkjuþing tilnefnir tvo fulltrúa í nefndina og skal annar þeirra vera formaður hennar. Biskup Íslands skipar þrjá fulltrúa án tilnefningar úr röðum starfsmanna sinna. Starfsmennirnir skulu vera verkefnastjórar frá fræðslusviði, kærleiksþjónustusviði og Starfs- og leikmannaskóla

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.