Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 21

Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 21
21 og rekstrarumhverfis hennar. Kirkjuráð mun leita eftir fundi með forsvarsmönnum Skálholtsútgáfunnar til að ræða málefni hennar við fyrsta tækifæri. 2. mál. Skýrsla um fjármál þjóðkirkjunnar. Flutt af kirkjuráði. Kirkjuþing 2018 samþykkir endurskoðaða ársreikninga þjóðkirkjunnar, Tónskóla þjóð- kirkjunnar og Skálholts fyrir árið 2017. Enn fremur afgreiddi kirkjuþing fjármál þjóð- kirkjunnar með eftirfarandi þingsályktun 1. mars 2019: Kirkjuþing 2017 samþykkir endur- skoðaða ársreikninga kirkjumálasjóðs, jöfnunarsjóð sókna og kristnisjóðs fyrir árið 2017. 3. mál. Þingsályktun við drög að frumvarpi dómsmálaráðherra til laga um breytingu á lögum um helgidagafrið nr. 32/1997. Kirkjuþing 2018 samþykkir að umsögn sú um frumvarp dómsmálaráðuneytisins, sem fram kemur í nefndaráliti löggjafarnefndar þingsins á þskj. 66 verði send dómsmálaráðherra. Kirkjuráð sendi dómsmálaráðherra umsögn löggjafarnefndar kirkjuþings. 11. mál. Þingsályktun um stefnumótun fyrir kærleiksþjónustu þjóðkirkjunnar. Þingmannamál. Vísað til kirkjuráðs um framkvæmd. Kirkjuþing 2018 samþykkir að fela kirkjuráði að skipa nefnd til að vinna að stefnumótun fyrir kærleiksþjónustu þjóðkirkjunnar. Nefndin verði skipuð þremur fulltrúum. Einn fulltrúi verði tilnefndur af Prestafélagi Íslands og einn af Djáknafélagi Íslands. Verkefnisstjóri kærleiksþjónustusviðs biskupsstofu verði formaður nefndarinnar. Nefndin vinni náið með þeim sem koma að sérhæfði kærleiksþjónustu kirkjunnar. Tillaga að stefnu fyrir kærleiksþjónustu þjóðkirkjunnar verði lögð fyrir kirkjuþing 2019. Kirkjuráð samþykkti á fundi sínum 2. október sl. að skipa eftirfarandi aðila í nefndina: Séra Þór Hauksson, tilnefndur af Prestafélagi Íslands. Elísabet Gísladóttir, djákni, og varamaður hennar Helga Björk Jónsdóttir, djákni, tilnefndar af Djáknafélagi Íslands. Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni og verkefnastjóri á biskupsstofu, sem verði formaður nefndarinnar. Nefndin hefur ekki komið saman enda nýskipuð. Stefna fyrir kærleiksþjónustu þjóðkirkjunnar verður því ekki lögð fyrir kirkjuþing 2019. 12. mál. Starfsreglur um samfélags- og fræðslunefnd þjóðkirkjunnar. Þingmannamál. Samkvæmt starfsreglum skilar Samfélags- og fræðslunefnd þjóðkirkjunnar kirkjuráði árlegri skýrslu, sem fjallað er um af kirkjuþingi. Einnig gerir nefndin starfs- og fjárhagsáætlun sem samþykkt er af kirkjuráði og lögð fyrir kirkjuþing til ályktunar. Biskup Íslands skipar fimm fulltrúa í nefndina til fjögurra ára og jafnmarga til vara. Kirkjuþing tilnefnir tvo fulltrúa í nefndina og skal annar þeirra vera formaður hennar. Biskup Íslands skipar þrjá fulltrúa án tilnefningar úr röðum starfsmanna sinna. Starfsmennirnir skulu vera verkefnastjórar frá fræðslusviði, kærleiksþjónustusviði og Starfs- og leikmannaskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.