Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 75

Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 75
75 26. mál 2019 Flutt af Bryndísi Möllu Elídóttur, Gísla Jónassyni, Guðmundi Þór Guðmundssyni og Önnu Guðrúnu Sigurvinsdóttur Þingsályktun um úttekt á aðgengi fatlaðra og hreyfihamlaðra Kirkjuþing beinir því til kirkjuráðs að gerð verði úttekt á aðgengi fatlaðra og hreyfihamlaðra að kirkjum og öðru því húsnæði þar sem starf þjóðkirkjunnar, stofnana hennar og einstakra safnaða fer fram. Í framhaldi af því verði síðan unnin áætlun um það, hvernig bæta megi aðgengið þar sem því er áfátt. Kirkjuráð skili niðurstöðum þessarar úttektar og áætlunargerðar til kirkjuþings 2020. Greinargerð. Ljóst er að aðgengi fatlaðra og hreyfihamlaðra að kirkjum og öðru húsnæði þar sem starf þjóðkirkjunnar, stofnana hennar og safnaða fer fram, er víða ófullnægjandi. Á þetta sérstaklega við um eldra húsnæði, en því miður einnig í einhverjum tilvikum um nýtt eða nýlegt húsnæði. Of oft virðist sem hugsunarleysi og/eða vanþekking valdi því, að í þessu húsnæði og umhverfi þess leynast erfiðar eða jafnvel óyfirstíganlegar hindranir, sem í mörgum tilfellum mætti bæta úr með tiltölulega auðveldum hætti. Á þetta hefur framsögumaður þessarar tillögu margoft rekið sig á eftir að hann varð sjálfur hreyfihamlaður. Því miður virðist sem við Íslendingar séum almennt nokkuð á eftir nágrannaþjóðum okkar hvað aðgengismál hreyfihamlaðra og fatlaðra varðar. Hlýtur það því að vera mikilvægt að kirkjan sýni gott fordæmi með því að hafa frumkvæði að því að bæta úr þessum málum í húsnæði sínu. Sem dæmi um þau atriði sem þarf að huga að má nefna: Sérmerkt bílastæði, kantsteina, óþörf og/eða handriðalaus þrep (utandyra sem innan), rampa að inngöngum, erfiðar og þungar hurðir, háa þröskulda, aðgengi að snyrtingum og öll aðstaða á þeim, aðgengi milli hæða, þar sem um fleiri en eina hæð er að ræða, og möguleiki á þátttöku hreyfihamlaðra í altarisgöngum og öðrum athöfnum. Til að hrinda þeirri úttekt af stað, sem hér er lögð til, mætti t.d. hugsa sér að fela sérstökum starfshópi að útbúa gátlista, með leiðbeiningum, sem próföstum væri síðan falið að fylla út í samráði við sóknarnefndir og aðra aðila (ef við á) í sínum prófastsdæmum. Síðan mætti vinna aðgerðaráætlun um úrbætur út frá niðurstöðum slíkrar úttektar. Nefndarálit fjárhagsnefndar Nefndin hefur fjallað um málið og leggur til að það verði samþykkt óbreytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.