Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 23

Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 23
23 h Mál biskups og þingmanna. Sameiningar prestakalla. Kirkjuþing samþykkti eftirfarandi breytingar á prestakallaskipaninni: Mál 6., 7., 9. og 10. Flutt af biskupi Íslands 6. mál. Sameining Bústaða- og Grensásprestakalla, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, í eitt prestakall, Fossvogsprestakall. 7. mál. Sameining Hólmavíkur- og Reykhólaprestakalla, Vestfjarðaprófastsdæmi, í eitt prestakall, Breiðafjarðar- og Strandaprestakall. 9. mál. Sameining Langanes- og Skinnastaðarprestakalla, Eyjafjarðar- og Þingeyjar- prófastsdæmi, í eitt prestakall, Langanes- og Skinnastaðarprestakall. 10. mál. Djúpavogs-, Eskifjarðar-, Heydala- og Norðfjarðarprestaköll, Austurlands- prófastsdæmi, sameinist Kolfreyjustaðarprestakalli. Heiti prestakallsins verði Austfjarðaprestakall. Sameiningar hafa tekið gildi og þegar hefur verið í skipað í sjö embætti samkvæmt breytingunum, þar af fjögur embætti í Austfjarðaprestakalli. Ekki hefur enn verið auglýst eftir sóknarpresti í sameinuðu Breiðafjarðar- og Strandaprestakall þar sem prestssetrið á Reykhólum þarfnast endurbóta. Verið er að vinna í málinu. Starfsreglurnar hafa verði birtar í Stjórnartíðindum og á vefsíðu þjóðkirkjunnar. h Önnur mál. 13. mál. Þingsályktun um siðbót er varðar vinnuumhverfi kvenna í kirkjunni. Þingmannamál. Kirkjuþing ályktaði að #metoo áskorun prestsvígðra kvenna frá 16. janúar 2018 verði tekin alvarlega og mun beita sér fyrir siðbót hvað varðar vinnuumhverfi kvenna, prestsvígðra og annarra, í kirkjunni. 14. mál. Þingsályktun um meðferð mála innan þjóðkirkjunnar er varða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi. Þingmannamál. Kirkjuþing 2018 samþykkti að skipa nefnd þriggja fulltrúa til að móta starfs reglur, verklag og stjórn kerfi til að bregðast við málum sem upp gætu komið innan kirkjunnar er varða ein elti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi. Nefndin skili tillögum sínum til kirkju þings hið fyrsta þannig að þær fái endanlega úrlausn kirkju þings á fyrri hluta árs 2019. Kirkjuþing skipaði þau Kolbrúnu Baldursdóttur, Anný Ingimarsdóttur og Vigfús Bjarna Albertsson í nefndina sem skilaði tillögum sínum fyrir framhaldsþingið 2018 sem haldið var í mars 2019. Með nefndinni starfaði Skúli Guðmundsson, lögfræðingur kirkjuþings. Sjá 28. og 29. mál 2018 15. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um kjör til kirkjuþings nr. 1075/2017. Þingmannamál. Viðbótarskilyrði til að vera kjörgengur til kirkjuþings er að hafa óflekkað mannorð. Starfsreglurnar hafa verði birtar í Stjórnartíðindum og á vefsíðu þjóðkirkjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.