Gerðir kirkjuþings - 2019, Síða 23
23
h Mál biskups og þingmanna.
Sameiningar prestakalla.
Kirkjuþing samþykkti eftirfarandi breytingar á prestakallaskipaninni:
Mál 6., 7., 9. og 10. Flutt af biskupi Íslands
6. mál. Sameining Bústaða- og Grensásprestakalla, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, í eitt
prestakall, Fossvogsprestakall.
7. mál. Sameining Hólmavíkur- og Reykhólaprestakalla, Vestfjarðaprófastsdæmi, í eitt
prestakall, Breiðafjarðar- og Strandaprestakall.
9. mál. Sameining Langanes- og Skinnastaðarprestakalla, Eyjafjarðar- og Þingeyjar-
prófastsdæmi, í eitt prestakall, Langanes- og Skinnastaðarprestakall.
10. mál. Djúpavogs-, Eskifjarðar-, Heydala- og Norðfjarðarprestaköll, Austurlands-
prófastsdæmi, sameinist Kolfreyjustaðarprestakalli. Heiti prestakallsins verði
Austfjarðaprestakall.
Sameiningar hafa tekið gildi og þegar hefur verið í skipað í sjö embætti samkvæmt
breytingunum, þar af fjögur embætti í Austfjarðaprestakalli. Ekki hefur enn verið auglýst
eftir sóknarpresti í sameinuðu Breiðafjarðar- og Strandaprestakall þar sem prestssetrið á
Reykhólum þarfnast endurbóta. Verið er að vinna í málinu.
Starfsreglurnar hafa verði birtar í Stjórnartíðindum og á vefsíðu þjóðkirkjunnar.
h Önnur mál.
13. mál. Þingsályktun um siðbót er varðar vinnuumhverfi kvenna í kirkjunni.
Þingmannamál.
Kirkjuþing ályktaði að #metoo áskorun prestsvígðra kvenna frá 16. janúar 2018 verði tekin
alvarlega og mun beita sér fyrir siðbót hvað varðar vinnuumhverfi kvenna, prestsvígðra og
annarra, í kirkjunni.
14. mál. Þingsályktun um meðferð mála innan þjóðkirkjunnar er varða einelti, kynferðislega
áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi.
Þingmannamál.
Kirkjuþing 2018 samþykkti að skipa nefnd þriggja fulltrúa til að móta starfs reglur, verklag
og stjórn kerfi til að bregðast við málum sem upp gætu komið innan kirkjunnar er varða
ein elti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi. Nefndin skili tillögum sínum til
kirkju þings hið fyrsta þannig að þær fái endanlega úrlausn kirkju þings á fyrri hluta árs 2019.
Kirkjuþing skipaði þau Kolbrúnu Baldursdóttur, Anný Ingimarsdóttur og Vigfús Bjarna
Albertsson í nefndina sem skilaði tillögum sínum fyrir framhaldsþingið 2018 sem haldið
var í mars 2019. Með nefndinni starfaði Skúli Guðmundsson, lögfræðingur kirkjuþings.
Sjá 28. og 29. mál 2018
15. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um kjör til kirkjuþings nr. 1075/2017.
Þingmannamál.
Viðbótarskilyrði til að vera kjörgengur til kirkjuþings er að hafa óflekkað mannorð.
Starfsreglurnar hafa verði birtar í Stjórnartíðindum og á vefsíðu þjóðkirkjunnar.