Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 17

Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 17
17 1. mál kirkjuþings 2019 Flutt af kirkjuráði Skýrsla kirkjuráðs Inngangur Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, er forseti kirkjuráðs lögum samkvæmt. Auk biskups sitja í ráðinu fjórir fulltrúar kjörnir af kirkjuþingi til fjögurra ára, tveir leikmenn og tveir guðfræðingar. Kjörnir fulltrúar í kirkjuráði eru sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur á Reynivöllum, Kjalarnesprófastsdæmi, sr. Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi, Stefán Magnússon, bóndi í Fagraskógi, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi og Svana Helen Björnsdóttir, rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Klöppum, Grænum Lausnum hf., Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Varamenn eru Anna Guðrún Sigurvinsdóttir og Berglind Hönnudóttir, fulltrúar leikmanna; sr. Guðrún Karls Helgudóttir og sr. Hreinn S. Hákonarson, fulltrúar vígðra. Kjörtímabili þess kirkjuráðs sem nú situr lýkur í lok kirkjuþings 2022 en það var kosið á kirkjuþingi 2018. Starfsemi kirkjuráðs Almennt. Störf kirkjuráðs byggjast á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum svo og starfsreglum um kirkjuráð nr. 817/2000 með síðari breytingum. Kirkjuráð fer með framkvæmd sameiginlegra málefna þjóðkirkjunnar, þar á meðal verkefna sem lög og stjórnvaldsreglur ætla því og erinda sem vísað er til þess m.a. af hálfu kirkjuþings, prestastefnu, samtökum leikmanna, Alþingis og ráðherra. Ákvörðunum kirkjulegra stjórnvalda, sem heyra undir lögsögu kirkjuráðs, má skjóta til kirkjuráðs til endanlegrar úrlausnar. Undanskildar eru ákvarðanir úrskurðar- og áfrýjunarnefnda svo og ákvarðanir biskups er varða agavaldið og lausn ágreiningsefna svo og um kenningu kirkjunnar. Ákvörðunum kirkjuráðs á framkvæmdasviði kirkjulegrar stjórnsýslu verður eigi áfrýjað til kirkjuþings en fjalla má um málefnið á kirkjuþingi að frumkvæði einstakra kirkjuþingsmanna. Um málsmeðferð í kirkjuráði, svo og meðal annarra kirkjulegra stjórnvalda, skal fylgt ákvæðum stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, eftir því sem við getur átt, leiði annað eigi af ákvæðum laga eða starfsreglna sem kirkjuþing setur. Hið sama á almennt við um sérstakt hæfi kirkjulegra stjórnvalda til meðferðar einstakra mála. Kirkjuráð undirbýr kirkjuþing í samráði við forseta þingsins og forsætisnefnd. Þá undirbýr ráðið þingmál sín og veitir kirkjuþingsfulltrúum sem þess óska aðstoð við framsetningu þingmála. Kirkjuráð annast almennt framkvæmd ákvarðana þingsins ef annað er ekki ákveðið af kirkjuþingi. Kirkjuráð undirbýr af hálfu þjóðkirkjunnar tillögur til fjárveitinga til hennar á fjárlögum og hefur yfirumsjón með ráðstöfun fjár sem veitt er af opinberri hálfu til kirkjulegrar starfsemi svo og fasteignamálum þjóðkirkjunnar. Kirkjuráð fer með stjórn Jöfnunarsjóðs sókna og kirkjumálasjóðs og úthlutar úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.