Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 44

Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 44
44 45 3. mál 2019 Flutt af biskupi Íslands Starfsreglur um breyting á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007, með síðari breytingum 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. starfsreglnanna: Breiðholts-, Fella- og Hólaprestaköll, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, sameinist í eitt prestakall, Breiðholtsprestakall. 2. gr. Starfsreglur þessar, sem settar eru með heimild í 50. gr., sbr. 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu. Greinargerð. Í hinu nýja Breiðholtsprestakalli þjóna sóknarprestur og tveir prestar. Embætti sóknarprests núverandi Breiðholtsprestakalls hefur verið auglýst laust til umsóknar með fyrirvara um breytingu á því í embætti prests í sameinuðu prestakalli. Tekið verður tillit til vígslualdurs, menntunar, annarrar reynslu og jafnréttisáætlunar kirkjunnar við mat á því hver verði sóknarprestur sameinaðs prestakalls. Nefndarálit löggjafarnefndar Nefndin hefur fjallað um málið. Fram kemur í málinu að í hinu nýja Breiðholtsprestakalli þjóni sóknarprestur og tveir prestar. Embætti sóknarprests núverandi Breiðholtsprestakalls hafi verið auglýst laust til umsóknar með fyrirvara um breytingu á því í embætti prests í sameinuðu prestakalli. Fram kom í máli framsögumanns að prestaköllin hafa um hríð starfað mikið saman og eru sóknarnefndirnar og aðrir sem starfa í kirkjunni á einu máli um að sameining þessara prestakalla verði til mikilla hagsbóta fyrir kirkjustarf prestakallanna. Í hinu nýja Breiðholtsprestakalli munu þjóna sóknarprestur og tveir prestar. Í fylgiskjali með málum um sameiningu prestakalla kemur fram að biskupafundur hefur, frá kirkjuþingi 2018, unnið að áframhaldandi tillögugerð um sameiningu prestakalla. Hvað varði gildistöku sameiningartillagna almennt verður yfirleitt miðað við lok skipunartíma presta eða eftir nánara samkomulagi. Fyrir liggur í málinu fylgiskjal með upplýsingum um kostnað við sameiningartillögurnar en sameining ofangreindra prestakalla kostar kr. 4.640.970 á ári, þ.e. laun og annar tengdur kostnaður. Nefndin telur að ekki verði hjá því komist að farið verði í almenna hagræðingu með það að leiðarljósi að kostnaði þjóðkirkjunnar vegna þessara breytinga verði haldið í lágmarki. Löggjafarnefnd leggur til að málið á þingskjali 3 verði samþykkt óbreytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.