Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 44

Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 44
44 45 3. mál 2019 Flutt af biskupi Íslands Starfsreglur um breyting á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007, með síðari breytingum 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. starfsreglnanna: Breiðholts-, Fella- og Hólaprestaköll, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, sameinist í eitt prestakall, Breiðholtsprestakall. 2. gr. Starfsreglur þessar, sem settar eru með heimild í 50. gr., sbr. 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu. Greinargerð. Í hinu nýja Breiðholtsprestakalli þjóna sóknarprestur og tveir prestar. Embætti sóknarprests núverandi Breiðholtsprestakalls hefur verið auglýst laust til umsóknar með fyrirvara um breytingu á því í embætti prests í sameinuðu prestakalli. Tekið verður tillit til vígslualdurs, menntunar, annarrar reynslu og jafnréttisáætlunar kirkjunnar við mat á því hver verði sóknarprestur sameinaðs prestakalls. Nefndarálit löggjafarnefndar Nefndin hefur fjallað um málið. Fram kemur í málinu að í hinu nýja Breiðholtsprestakalli þjóni sóknarprestur og tveir prestar. Embætti sóknarprests núverandi Breiðholtsprestakalls hafi verið auglýst laust til umsóknar með fyrirvara um breytingu á því í embætti prests í sameinuðu prestakalli. Fram kom í máli framsögumanns að prestaköllin hafa um hríð starfað mikið saman og eru sóknarnefndirnar og aðrir sem starfa í kirkjunni á einu máli um að sameining þessara prestakalla verði til mikilla hagsbóta fyrir kirkjustarf prestakallanna. Í hinu nýja Breiðholtsprestakalli munu þjóna sóknarprestur og tveir prestar. Í fylgiskjali með málum um sameiningu prestakalla kemur fram að biskupafundur hefur, frá kirkjuþingi 2018, unnið að áframhaldandi tillögugerð um sameiningu prestakalla. Hvað varði gildistöku sameiningartillagna almennt verður yfirleitt miðað við lok skipunartíma presta eða eftir nánara samkomulagi. Fyrir liggur í málinu fylgiskjal með upplýsingum um kostnað við sameiningartillögurnar en sameining ofangreindra prestakalla kostar kr. 4.640.970 á ári, þ.e. laun og annar tengdur kostnaður. Nefndin telur að ekki verði hjá því komist að farið verði í almenna hagræðingu með það að leiðarljósi að kostnaði þjóðkirkjunnar vegna þessara breytinga verði haldið í lágmarki. Löggjafarnefnd leggur til að málið á þingskjali 3 verði samþykkt óbreytt.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.