Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 7

Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 7
7 Á hverju ári eru gefnar upp tölur frá Þjóðskrá hve margir eru í þjóðkirkjunni og í öðrum trúar- og lífsskoðunarfélögum. Því miður hefur fækkað í þjóðkirkjunni og við því verðum við að bregðast. Kirkjan þarf á hverjum tíma sjálf að íhuga hvert sé hennar hlutverk í samfélaginu. Hlustum við á grasrótina og hlúum við nægilega mikið að baklandi okkar? Er það ekki okkar sameiginlega verkefni að efla og styrkja kirkjulegt starf? Kristin trú hefur verið kjölfesta í sjálfsmynd okkar og innan kirkjunnar er mikill mannauður sem birtist í því mikla og óeigingjarna sjálfboðastarfi safnaðanna, það birtist í kórastarfi, barnastarfi – og ungmennastarfi og starfi með eldri borgurum. En hvað með sóknargjöldin? Þau fengust ekki rædd hjá viðræðunefndunum. Eins og við vitum öll hafa sóknir landsins orðið að þola meiri niðurskurð á tekjustofnum sínum frá hruni en almennt hefur verið í samfélaginu og hvað er til ráða? Í þeirri umræðu sem skapast hefur varðandi niðurskurð sóknargjaldanna blasir við að talsmenn sókna hefur vantað. Sóknargjöldin eru málefni leikmanna. Ég tel að það hafi vantað öfluga talsmenn sókna sem láti í sér heyra og vinni að því að endurheimta sóknar- gjöldin eins og lög gera ráð fyrir. Nú hefur nýlega verið stofnað sóknasamband Íslands og mun formaður undirbúningsnefndar, Steindór R. Haraldsson, kirkjuþingsfulltrúi, kynna stofnun þess á þessu þingi. Bind ég miklar vonir við að þarna fái sóknir landsins öflugan vettvang til að beita sér gegn ríkisvaldinu í þeirri baráttu að fá leiðréttingu á þeirri ósanngjörnu skerðingu á lögbundnum sóknargjöldum sem sóknir hafa mátt þola allt frá hruni. Á þessu kirkjuþingi eru 39 mál til umfjöllunar. Þau eru misjafnlega viðamikil, og sum krefjast ítarlegrar umræðu og skoðanaskipta. Jafnréttisstefna þjóðkirkjunnar er til umfjöllunar en nú er verið að uppfæra framkvæmdaáætlun hennar til ársins 2023. Jafnréttisáætlun kirkjunnar var fyrst samþykkt á kirkjuþingi 1998 og hefur jafnréttisnefnd kirkjunnar verið starfandi síðan. Kirkjuþing hefur ályktað um ráðningu jafnréttisfulltrúa kirkjunnar og hefur lögfræðingur á biskupsstofu þau málefni með höndum ásamt jafnréttisnefnd kirkjunnar. Jafnréttismál eiga alltaf að vera í brennidepli. Við sjáum af könnunum og heyrum í fréttum að þau mál eru ekki komin í eins gott horf hérlendis og og vonir stóðu til þegar jafnréttisbaráttan um jafnan rétt kvenna og karla hófst á seinnihluta síðustu aldar. Þó stöndum við nú framar öðrum vestrænum þjóðum í þeim málaflokki. En við verðum alltaf að halda vöku okkar, hafa þarf t.d. hugfast að þegar tilnefna skal í nefndir og ráð ber tilnefningaaðila að tilnefna bæði karl og konu í hvert sæti. Þessu hefur ekki verið fylgt nógu vel eftir og betur má ef duga skal. Mig langar að nefna hér annað mál sem fjallar um um mótun stefnu þjóð kirkjunnar í málefnum fólks á flótta, hælisleitenda og innflytjenda. Málefni þetta er með því við- kvæmasta og erfiðasta sem okkar samfélag glímir við í dag og nauðsynlegt er að þjóð- kirkjan láti skoðanir sína í ljós. Tillagan fjallar um að skipaður verði starfshópur til að móta stefnu og verklagsreglur í málefnum hælisleitenda, fólks á flótta og innflytjenda. Þjóðkirkjan hefur á undanförnum árum látið sig þetta málefni varða. Árið 1996 setti þjóðkirkjan á laggirnar embætti prests innflytjenda sem hefur starfað sem slíkur síðan eða í rúm 20 ár. Presturinn, Toshiki Toma, hefur sinnt ýmiss konar þjónustu við innflytjendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.