Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 58

Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 58
58 59 16. mál 2019 Flutt af biskupi Íslands Þingsályktun um að þjóðkirkjan sæki um fulla aðild að samtökum evangelískra kirkna í Evrópu GEKE/CPCE Kirkjuþing 2019 samþykkir að beina því til biskups Íslands að sækja, f.h. þjóðkirkjunnar, um fulla aðild að samtökum evangelískra kirkna í Evrópu GEKE/CPCE. Greinargerð. Samtök evangelískra kirkna í Evrópu urðu til árið 1973 út af þeirri brýnu þörf kirknanna að styrkja samvinnu og samstarf sem byggir á gagnkvæmri virðingu og gagnkvæmum skilningi þrátt fyrir að hluta til séu ólíkar skoðanir og starfsaðferðir. Markmiðið er eining í fjölbreytileikanum. Það byggir á því að Kristur sagði ekki að við ættum að vera eins, heldur að við ættum að vera eitt í honum. Tillaga um aukið samstarf þjóðkirkjunnar og samtaka evangelískra kirkna í Evrópu var áður á dagskrá kirkjuþings 2017. Í aðdraganda þess var haldið málþing í Skálholti í ágústmánuði 2017 undir yfirskriftinni Kirkjan í kviku samfélagsins og fjallaði það að verulegu leyti um kirkjuskilninginn, þar sem aðalritari Samtaka evangelískra kirkna í Evrópu, Dr. Michael Bünker, biskup lútersku kirkjunnar í Austurríki, flutti inngangserindi um samtökin og varpaði upp spurningunni um það hvort ekki væri æskilegt að þjóðkirkjan tæki þátt í starfi samtakanna með fullri aðild. Í kjölfar kirkjuþings 2017 fjallaði ráðgjafarnefnd um kenningarleg málefni (kenningarnefnd) um málið og skipaði biskup þriggja manna nefnd til að þýða Leuenberg konkordíuna og fylgja málinu eftir á prestastefnu 2018. Í nefndinni störfuðu dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor sem formaður, Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup em. og dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur. Prestastefna 2018 samþykkti með öllum greiddum atkvæðum að þjóðkirkjan skyldi sækja um fulla aðild að samtökunum. Samtökin eiga sér þá forsögu að lengi framan af var lítið sem ekkert samstarf milli þeirra kirkna sem siðbótarhreyfing sextándu aldar fæddi af sér, og siðbótarmennirnir Lúther, Kalvín og Zwingli leiddu af stað. Það var ekki fyrr en árið 1973 sem gengið var frá samkomulagi um gagnkvæman skilning og fulla þátttöku safnaðarfólks í starfi hinna sjálfstæðu kirkna. Þetta samkomulag er kennt við Leuenberg í Sviss og byggir á guðfræðilegu og kirkjufræðilegu skjali sem gengur undir nafninu Leuenberg konkordían. Þjóðkirkjunni var boðin aðild að samtökunum árið 1993 en hafnaði því á þeirri forsendu að hér á landi væri engin önnur evangelísk kirkja en sú evangelísk lúterska og því yrði ekki um neitt samstarf að ræða. Á þessum tíma voru kirkjurnar á öðrum Norðurlöndum heldur ekki þátttakendur, og áherslan bæði þar og hér hvíldi meira á sambandi kirknanna á Norðurlöndum við kirkjurnar á Bretlandseyjum og í baltísku löndunum sem kennt er við Porvoo. Nú hafa norska kirkjan og danska þjóðkirkjan fulla aðild að Samtökum evangelískra kirkna í Evrópu og nú eru einnig aðrir tímar hér á landi eins og í heiminum öllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.