Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 35

Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 35
35 kirkjustjórnar og prófastsdæma innan 3ja ára, m.a. með mótvægisaðgerðum í skógrækt eða endurheimt votlendis á jarðnæði í eigu kirkjunnar. Einnig verði söfnuðum og starfsemi Þjóðkirkjunnar gert kleift að kolefnisjafna starf sitt á þessum jörðum. Jafnframt yrðu umhverfisvænir virkjunarkostir jarðanna kannaðir. Þá hvetur Prestastefna 2019, haldin í Áskirkju, kirkjustjórnina, sóknir og presta að stíga skref til orkuskipta í samgöngum. Komið verði upp rafmagnstenglum við fasteignir kirkjunnar til að hlaða bíla. Akstursgreiðslur verði aflagðar og prestsembættum úthlutað rafmagnsbílum eða öðrum umhverfisvænum kostum í samræmi við akstursþörf. Einnig tekur Prestastefna 2019 undir með Landvernd að lýsa beri neyðarástandi vegna stöðunnar í loftslagsmálum og að áætlun ríkisstjórnarinnar verði magnbundin og tímasett. Þá hvetur Prestastefna 2019 þau flugfélög/ferðaþjónustuaðila sem selja flugferðir til og frá landinu, svo og innanlands að innleiða í kaupferli flugmiða kolefnisjöfnun á viðkomandi flugferð. Einnig hvetur Prestastefna 2019 verslanir til að draga úr sóun matvæla svo og matvælaframleiðendur til að minnka notkun plastpakkninga á matvælum þar sem því verður við komið.“ □ Kirkjuráð samþykkti að taka undir umhverfisályktun Prestastefnu. □ Kirkjuráð samþykkti að láta setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla á eftirfarandi fjórum stöðum á þessu ári; Biskupsgarði Bergstaðastræti, í Skálholti, á Hólum og við þjónustumiðstöð biskupsstofu í Háteigskirkju. □ Kirkjuráð samþykkti að hvetja sóknarnefndir til að koma upp tenglum til rafmagnshleðslu við kirkjur og safnaðarheimili. □ Kirkjuráð samþykkti að stefna að því að koma upp hleðslutenglum við prestssetur eftir óskum ábúenda. □ Kirkjuráð samþykkti að fela starfshópum kirkjuráðs að taka ályktunina til umfjöllunar og skila kirkjuráði tillögum sínum. 2. „Prestastefna Íslands, sem haldin er í Áskirkju 30. apríl-2. maí 2019 hefur fengið fræðslu um einstaklinga með ódæmigerð kyneinkenni og réttindi þeirra. Frumvarp til laga hefur verið lagt fram á Alþingi um kynrænt sjálfræði. Það felur í sér réttarbót fyrir einstaklinga með ódæmigerð kyneinkenni. Prestastefna þakkar fyrir framlagningu þess og hvetur þingheim til að styðja það.“ 3. „I. Prestastefna 2019 ályktar að rétt og tímabært sé að ræða framtíðarsýn fyrir þjóðkirkjuna og að móta henni heildarstefnu líkt og gert var með samþykktri stefnumótun fyrir kirkjuna fyrir árin 2004-2010. Leiðarljós í þeirri vinnu verði einkum markviss umræða um áherslur, starfshætti, starfsmannahald og skipulag kirkjunnar á 21. öld. Ennfremur að tryggja að kirkjan nýti ávallt sem best auðlindir sínar í þágu þess málstaðar sem hún boðar og stendur fyrir, þjóð og kirkju til heilla. II. Að lokinni stefnumótun komi til skoðunar hvort ræða þurfi breytingar á skipulagi kirkjunnar og starfsemi hennar, þ.m.t. lagalega stöðu þjóðkirkjunnar og stofnana hennar, samband þjóðkirkjunnar og ríkisins og hvort þörf sé á breytingum þar á. III. Prestastefna 2019 telur að þær viðræður kirkjunnar og ríkisins sem staðið hafa frá 2015 um einföldun fjárhagslegra samskipta skuli leiddar af þeim þremur stjórnvöldum sem veita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.