Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 49
49
8. mál 2019
Flutt af biskupi Íslands
Starfsreglur um breyting á starfsreglum
um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007, með síðari breytingum
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. starfsreglnanna:
Skarðssókn, Breiðafjarðar- og Strandaprestakalli, Vestfjarðaprófastsdæmi tilheyri
Dalaprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi.
2. gr.
Starfsreglur þessar, sem settar eru með heimild í 50. gr., sbr. 59. gr. laga um stöðu, stjórn og
starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu.
Nefndarálit löggjafarnefndar
Nefndin hefur fjallað um málið á þingskjali 8 og leggur til að það verði samþykkt óbreytt.
Breytingin fjallar um að Skarðssókn, Breiðafjarðar- og Strandaprestakalli,
Vestfjarðaprófastsdæmi, tilheyri Dalaprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi.
Í málinu var lögð fram á fylgiskjali samþykkt héraðsfundar Vestfjarðaprófastsdæmis
þar sem fram kemur fram að héraðsfundur prófastsdæmisins, haldinn á Reykhólum
8. september 2019 samþykkir beiðni og samþykkt aðalsafnaðarfundar Skarðssóknar
um að viðkomandi sókn, sem nú er í Breiðafjarðar- og Strandaprestakalli, flytjist yfir í
Dalaprestakall, en Skarðssókn tilheyrði því prestakalli áður.