Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 49

Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 49
49 8. mál 2019 Flutt af biskupi Íslands Starfsreglur um breyting á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007, með síðari breytingum 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. starfsreglnanna: Skarðssókn, Breiðafjarðar- og Strandaprestakalli, Vestfjarðaprófastsdæmi tilheyri Dalaprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi. 2. gr. Starfsreglur þessar, sem settar eru með heimild í 50. gr., sbr. 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu. Nefndarálit löggjafarnefndar Nefndin hefur fjallað um málið á þingskjali 8 og leggur til að það verði samþykkt óbreytt. Breytingin fjallar um að Skarðssókn, Breiðafjarðar- og Strandaprestakalli, Vestfjarðaprófastsdæmi, tilheyri Dalaprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi. Í málinu var lögð fram á fylgiskjali samþykkt héraðsfundar Vestfjarðaprófastsdæmis þar sem fram kemur fram að héraðsfundur prófastsdæmisins, haldinn á Reykhólum 8. september 2019 samþykkir beiðni og samþykkt aðalsafnaðarfundar Skarðssóknar um að viðkomandi sókn, sem nú er í Breiðafjarðar- og Strandaprestakalli, flytjist yfir í Dalaprestakall, en Skarðssókn tilheyrði því prestakalli áður.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.