Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 33

Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 33
33 miðað var við að ungt fólk, á aldrinum sextán til þrjátíu ára, skyldi vera að jafnaði minnst tuttugu hundraðshlutar þeirra innan hverrar skipulagsheildar þjóðkirkjunnar sem hverju sinni; tækju bindandi ákvarðanir, semdu áætlanir, skipulegðu starfsemi og hefðu kosningarétt. Þing unga fólksins telur að þessari samþykkt hafi ekki verið fylgt nægilega vel eftir. Það leggur auk þess til að ákvæðið um 20% skuli ekki vera viðmið heldur regla. Önnur viðfangsefni. – Samningur STEFs og þjóðkirkjunnar. Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar hefur kynnt kirkjuráði drög að samningi um höfundarrétt vegna flutnings tónlistar í kirkjum. Samningurinn fjallar um greiðslur þjóðkirkjunnar til STEFs vegna flutnings tónverka við guðsþjónustur, safnaðarstarf og kirkjulegar athafnir. Kirkjuráð vísaði málinu til Framtíðarnendar kirkjunnar. – Reglur um stjórnsýslu og starfshætti kirkjuráðs. Biskup Íslands lagði fram tillögu að endurskoðuðum reglum um stjórnsýslu og starfshætti kirkjuráðs. Kirkjuráð samþykkti reglur um stjórnsýslu og starfshætti kirkjuráðs. (fskj. 9). – Starfsáætlun kirkjuráðs vegna komandi starfsárs. Biskup Íslands lagði fram starfsáætlun kirkjuráðs vegna komandi starfsárs. Kirkjuráð samþykkti starfsáætlun kirkjuráðs fyrir starfsárið. (fskj. 10). – Þingvellir. Þingvallanefnd hefur lagt fram drög að stefnumótun fyrir þjóðgarðinn á Þingvöllum. Kirkjuráð samþykkti að fela lagahópi að gera tillögur að athugasemdum kirkjuráðs við drög að stefnumótun Þingvallanefndar. – Saurbær á Hvalfjarðarströnd. Á kirkjuþingi 2018 var samþykkt að Saurbæjarprestakall yrði lagt niður og sóknir þess lagðar undir nýtt prestakall, Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakall. Á kirkjuráðsfundi hinn 13. mars 2019 kynnti biskup Íslands tillögu sína um skipan starfshóps sem skyldi fjalla um framtíðarsýn hvað Saurbæ áhrærði. Í hann voru skipuð: Jón Valgarðsson, bóndi og sóknarnefndarformaður Saurbæjarsóknar, Guðmundur Þór Guðmundsson, skrifstofustjóri biskupsstofu og sr. Elínborg Sturludóttir, prestur í Dómkirkjuprestakalli. Verkefni starfshópsins: a) Koma með tillögur um notkun prestssetursins í Saurbæ og jarðarinnar. Í þessu sambandi nefnir biskup starfsemi sem tengist sögu staðarins og nálægð við Vatnaskóg og höfuðborgarsvæðið. Hallgrímssetur hefur borið á góma sem og Barroksetur, og náið samstarf við starfsemina í Vatnaskógi. b) Koma með tillögur að fjármögnun starfseminnar, meta það hvort hún krefðist starfsmanns og rekstrarfjár. Athuga hvort tekjur af hlunnindum staðarins gætu nýst til starfseminnar að hluta til eða að fullu. Niðurstöður hópsins koma fram í greinargerð, dags. 8. apríl 2019. (fskj. 11).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.