Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 68

Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 68
68 69 21. mál 2019 Flutt af kirkjuráði Þingsályktun um skipun nefndar til endurskoðunar á starfsreglum um íslensku þjóðkirkjuna erlendis Kirkjuþing samþykkir að skipuð verði þriggja manna nefnd til þess að endurskoða starfsreglur um íslensku þjóðkirkjuna erlendis nr. 1003/2005, með síðari breytingu. Biskup Íslands, kirkjuráð og utanríkisráðherra tilnefni hver um sig einn nefndarmann. Biskup Íslands skipi nefndina og skal sá sem biskup tilnefnir vera formaður hennar. Nefndin skili tillögum sínum að breyttum starfsreglum til kirkjuráðs sem leggur þær fram sem tillögur að nýjum starfsreglum fyrir kirkjuþing 2020. Greinargerð. Starfsreglur um íslensku þjóðkirkjuna erlendis eru að mörgu leyti barns síns tíma og þarfnast gagngerrar endurskoðunar. Starfsreglurnar þurfa að taka tillit til þess fjölbreytta starfsumhverfis er söfnuðir og prestar búa við erlendis. Nú eru starfandi íslenskir söfnuðir í London, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Lúxemborg og á Kanaríeyjum. Prestsþjónusta er með misjöfnum hætti á þessum stöðum, allt frá því að vera fullar stöður fjármagnaðar í viðkomandi landi eða af þjóðkirkjunni eða prestar sem koma með reglulegu millibili til að sinna lágmarksþjónustu. Utanríkisráðuneytið lét vinna skýrslu m.a um borgaralega þjónustu við Íslendinga á erlendri grundu. Þar er lagt til aukið samstarf sendiráða við þjóðkirkjuna og því ber að fagna. Þjóðkirkjan þjónar þar sem hennar er þörf og þegar til hennar er leitað á erlendri grundu. Þjónusta við Íslendinga erlendis er mikilvæg vegna tungumálsins sem er nátengt trúar- og tilfinningalegri vídd manneskjunnar. Því hefur samstarf þjóðkirkjunnar við sendiráðin erlendis verið mikils metin, sér í lagi á sviði sálgæslunnar. Hið menningar- og félagslega hlutverki sem hún gegnir skal heldur ekki vanmetið. Biskupsembættið hefur verið í góðu samtali og samráði við utanríkisþjónustuna vegna þeirra sameiginlegu verkefna þessara tveggja aðila í þjónustunni og liggur fyrir skýrsla biskupsembættisins sem nefndin gaumgæfi og byggi tillögur sínar á. Lögð er áhersla á að nefndin leiti sér upplýsinga hjá nágrannakirkjum sem og þeim kirkjum í Evrópu, þá sér í lagi í Þýskalandi, sem hafa búið góðan ramma utan um kirkjulega þjónustu borgara sinna á erlendri grundu. Nýjar starfsreglur þurfa að taka á þeim fjölbreyttu aðstæðum sem íslenskir söfnuðir erlendis búa við, annars vegar hvað varðar stöðugildi, lagaumhverfi og hins vegar fjármögnun. Kostnaður: Sjá kostnaðaráætlun fjármálastjóra þjóðkirkjunnar. Nefndarálit löggjafarnefndar Nefndin hefur fjallað um málið og leggur til að tillagan á þskj. 21 verði samþykkt óbreytt.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.