Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 61

Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 61
61 III. KAFLI Markmið Markmið jafnréttisstefnunnar er að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum rétti allra kynja í þjóðkirkjunni og jöfnum möguleikum allra kynja til starfa, áhrifa og þjónustu. Markmiðin eru: 1. Að skapa forsendur fyrir fólk í kirkjunni til að njóta þess jafnréttis sem tryggt er í lögum. 2. Að festa kynjasamþættingu og jafnréttismál í sessi á öllum sviðum kirkjulegs starfs og innan stjórnsýslu kirkjunnar. 3. Að festa kynjaða fjárlagagerð í sessi á öllum sviðum kirkjulegs starfs og innan stjórnsýslu kirkjunnar. 4. Að bæta stöðu eða auka möguleika kynjana ef á kyn hallar á ákveðnu sviði. 5. Að stuðla að jafnri stöðu kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum. 6. Að stuðla að betra samræmi milli fjölskyldu- og atvinnulífs starfsmanna. Markmiðin og framkvæmd þeirra: Neðangreind áætlun er fyrir árin 2019-2023 1. Að skapa forsendur fyrir fólk í kirkjunni til að njóta þess jafnréttis sem tryggt er í lögum. a. Að hvetja til þess að æðsta stofnun kirkjunnar, kirkjuþing, samþykki ekkert sem brjóti í bága við jafnréttislög og leita þurfi álits jafnréttisnefndar í öllum vafatilvikum. Hvatt verður til þess að æðsta stofnun kirkjunnar, kirkjuþing, tryggi að allt sem þar er samþykkt samræmist gildandi jafnréttislögum, ekkert sé samþykkt þar sem brjóti í bága við þau eða takmarki réttindi fólks til að njóta þeirra réttinda sem lögin eiga að tryggja. Verði borin kennsl á aðstæður eða þær skapist, sem torveldi starfsfólki að leita réttar síns samkvæmt jafnréttislögum skal umsvifalaust setja upp áætlun til að bæta úr. Ábyrgð: Biskup Íslands og jafnréttisnefnd. Tímamörk: Árið 2019-2020. b. Að kirkjuráð og forsætisnefndin flytji tillögu fyrir kirkjuþing 2020 um að þingmenn hugi ávallt að jafnréttissjónarmiðum þegar teknar eru ákvarðanir eða reglur settar, sem varða vígða- eða óvígða þjóna kirkjunnar. Jafnframt að aflað skuli álits jafnréttisnefndar eða jafnréttisfulltrúa í öllum vafatilvikum. Ábyrgð: Kirkjuráð og forsætisnefnd. Tímamörk: Árið 2020. c. Að biskup Íslands og kirkjuráð skilgreini nákvæmlega hvaða úrræði og ferlar séu fyrir hendi fyrir fólk til að leita réttar síns telji það vera brotið á sér samkvæmt jafnréttislögum. Ábyrgð: Biskup Íslands, kirkjuráð, kirkjuþing og jafnréttisfulltrúar. Tímamörk: Árið 2019-2020.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.