Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 31
31
Fjölskylduþjónusta kirkjunnar.
Fjölskylduþjónusta kirkjunnar veitir sérhæfða þjónustu í fjölskyldumálum á grundvelli
kristinna lífsgilda. Fjölskylduþjónustan er á sviði sálgæslu- og kærleiksþjónustu kirkjunnar
og lýtur faglegri forystu biskups Íslands, en heyrir að öðru leyti undir kirkjuráð. Kirkjuráð
ræður forstöðumann Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og skal hann vera prestur með
sérmenntun á starfssviði stofnunarinnar. Hann ræður starfsfólk í samráði við biskup
Íslands. Kirkjuráð setur forstöðumanni erindisbréf. Í ákvæði til bráðabirgða í starfsreglum
um Fjölskylduþjónustu kirkjunnar er kirkjuráði heimilt að ráða forstöðumann úr röðum
starfsmanna stofnunarinnar tímabundið og hefur sú heimild verið nýtt undanfarin ár.
Starfsmenn Fjölskylduþjónustunnar hafa tekist þessa ábyrgð á hendur með því að takast
á hendur forstöðu tímabundið tvö ár í senn. Fjölskylduþjónustan lýtur nú forstöðu
Rannveigar Guðmundsdóttir.
Fjölskylduþjónustan hefur nú aðsetur í Háteigskirkju. Starfsmenn hafa verið þrír,
Elísabet Berta Bjarnadóttir, félagsráðgjafi, Rannveig Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og
Benedikt Jóhannesson, sálfræðingur en hann lét nýlega lét af störfum sökum aldurs. Nýr
fjölskylduráðgjafi og handleiðari, Andrea Baldursdóttir, félagsráðgjafi, hefur verið ráðinn
til starfa hjá Fjölskylduþjónustunni frá og með 1. október 2019.
Stjórn Kirkjuhússins – Skálholtsútgáfunnar.
Tilnefning fulltrúa í stjórn Kirkjuhússins – Skálholtsútgáfunnar Samkvæmt skipulagsskrá
Kirkjuhússins – Skálholtsútgáfunnar skal kirkjuráð skipa þrjá menn í stjórn stofnunarinnar
af níu til þriggja ára í senn. Einn er skipaður á ári. Kirkjuráð samþykkti að tilnefna
Guðmund Þór Guðmundsson, skrifstofustjóra biskupsstofu til þriggja ára sem fulltrúa
kirkjuráðs.
Strandarkirkja í Selvogi.
Kirkjuráð hefur forræði yfir málefnum Strandarkirkju. Strandarkirkjunefnd er skipuð
af kirkjuráði og hefur nefndin umsjón með rekstri kirkjunnar fyrir hönd kirkjuráðs. Í
Strandarkirkjunefnd sitja Ragnhildur Benediktsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri
biskupsstofu, formaður, sr. Gunnar Jóhannesson settur sóknarprestur í Hveragerðis-
prestakalli og sr. Baldur Kristjánsson fyrrverandi sóknarprestur í Þorlákshafnar presta kalli.
Varamenn eru Sigurbjörg Nielsdóttir Hansen, fjármálastjóri biskupsstofu, Guðmundur
Brynjólfsson, djákni og Margrét Jónsdóttir, bóndi. Nefndin er skipuð til 31. maí 2023.
Kirkjuþing unga fólksins 2018.
Kirkjuþing unga fólksins kemur saman árlega. Hlutverk þess er að ræða stöðu og hlutverk
ungs fólks í þjóðkirkjunni og í samfélagi kirkna um heim allan. Þar eiga sæti fulltrúar
prófastsdæma þjóðkirkjunnar og fulltrúar frá KFUM og KFUK með málfrelsi, tillögurétti
og atkvæðisrétti. Fulltrúarnir skulu vera á aldrinum 14 til 30 ára og skráðir í þjóðkirkjuna.
Kirkjuþing unga fólksins er vettvangur ungs fólks til að hafa áhrif á starfsemi kirkjunnar.
Kirkjuþing unga fólksins var haldið á biskupsstofu laugardaginn 25. og 26. maí 2019.
Berglind Hönnudóttir var kjörin forseti þingsins. Samkvæmt starfsreglum um kirkjuþing