Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 16
Ég set bílinn í gang á bílastæðinu við Landspítalann í fossvogi. fer að hugsa um hvað
ég ætti nú að taka fyrir í þessum pistli. af nógu er nú að taka enda hjúkrun fjölbreytt
starf og mörgu hefur maður velt fyrir sér á þessari leið úr eða í vinnu. Líklega er eini
kosturinn við að keyra þessa samtals 100 kílómetra á dag að hafa þennan tíma með
sjálfum sér sem fer oft í að plana vinnudaginn eða gera hann upp. reyndar er líka
annar kostur sá að ég slepp við að koma unglingstrákunum mínum tveimur af stað
í skólann á morgnana því ég legg af stað langt á undan þeirra fótaferðartíma.
Ég kveiki á útvarpinu og orðið „fráflæðisvandi“ ómar í fréttatímum og vandinn
er skýr, það er ekki hægt að útskrifa sjúklinga af bráðamóttöku og leggja inn á aðrar
deildir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum til að sinna þeim. Ég hugsa með mér:
hvernig datt þeim í hug að skerða fjárframlög til stofnana úti á landsbyggðinni, loka
skurðstofum, fæðingardeildum og öðrum deildum svo senda þurfi sjúklinga á
Landspítalann. Á spítala sem þegar er sprunginn.
Árið 2020 er gengið í garð og alþjóðaheilbrigðismálastofnunin búin að tileinka
hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum árið. En einhvern veginn er ég ekki bjartsýn
yfir að þetta verði okkar ár. Samningalausir og það kraumar í manni pirringur og
reiði yfir aðgerðaleysi stjórnvalda að leysa þessa pattstöðu sem heilbrigðiskerfið er í
á Íslandi. Ég er þakklát þeim sem hafa tjáð sig um stöðuna í fjölmiðlum því vissulega
þarf að vekja athygli á þessu til að ná eyrum þeirra sem hafa vald til og geta breytt
þessari stöðu. Mér er líka hugsað til eldri konu sem ég sinnti inni á skurðstofu fyrir
ekki svo löngu vegna lærleggbrots. Þessi góða kona hafði svo sannarlega lagt vel við
hlustir því þegar hún varð fyrir því óláni að detta heima hjá sér ákvað hún að vera
ekkert að ónáða starfsfólkið á bráðamóttöku og hafði því staulast á sínum brotna fót-
legg í tæpa þrjá mánuði með tilheyrandi fylgikvillum. Mér verður þá hugsað til þess
hvort við getum gert eitthvað annað varðandi upplýsingagjöf til stjórnvalda og
hvernig fregnir af ástandi sem er fyrir eyrum landsmanna bitni á þeim sem síst skyldi.
Lagið ,,Lífið er yndislegt“ hljómar í útvarpinu í bílnum. Ég skal því segja ykkur
frá því hvernig það er að vinna í sjúkraskýli í herjólfsdal um verslunarmannahelgina.
Þar hef ég verið síðustu fimm ár. kælipokar, teygjusokkar og saumasett koma strax
16 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020
Þankastrik
Þankastrik (í fleirtölu) á Reykjanesbraut
Soffía Kristjánsdóttir svæfingahjúkrunarfræðingur
Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í þankastriki
gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt er varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir
geta allað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitt hvað sem hefur orðið
höfundum til hugljómunar eða hvað eina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess.
Soffía Kristjánsdóttir, svæfingahjúkr-
unarfræðingur í Fossvogi.
„Mér er líka hugsað til eldri konu sem ég sinnti inni á skurðstofu
fyrir ekki svo löngu vegna lærleggbrots. Þessi góða kona hafði svo
sannarlega lagt vel við hlustir því þegar hún varð fyrir því óláni að
detta heima hjá sér ákvað hún að vera ekkert að ónáða starfsfólkið
á bráðamóttöku og hafði því staulast á sínum brotna fótlegg í tæpa
þrjá mánuði með tilheyrandi fylgikvillum.“