Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 21
fólk eins og ég vildi að komið væri fram við mitt fólk við sömu aðstæður — eitthvað sem við ættum öll alltaf að gera í öllu líf- inu,“ segir anna Margrét. Þegar Ásdís M. finnbogadóttir var 7 ára skrifaði hún í bók- ina Bekkurinn minn að hún ætlaði að verða hjúkrunarfræð- ingur þegar hún yrði stór. Þrátt fyrir að hún hafi ekki byrjað í hjúkrunarnámi fyrr en á 25. aldursári segir hún að ekkert annað nám hafi komið til greina. Þrátt fyrir að hún hafi ekki meðvitað stefnt á hjúkrunarfræði blundaði það nám greinilega í henni eins og kom á daginn. hún segir það vera mjög gefandi að sjá þá breytingu sem verður á fólki þegar það hefur lokið meðferð á sjúkrahúsinu Vogi, þar sem hún vinnur, og er í kjöl - farið tilbúið að fara aftur út í samfélagið og takast á við líf sitt án áfengis og vímuefna. hjúkrun fólks með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma hefur átt hug og hjarta Margrétar Eiríksdóttur undanfarin 40 ár. hún var þá ráðin í stöðu sérfræðings í elliþjónustu á geðdeild Landspítala. Margrét var ung að árum þegar áhugi hennar á umönnun manna og dýra kviknaði. „Ég var alin upp í sveit og var svolítið ósjálfstæð og óörugg en fékk mikið hrós hvað ég annaðist dýr og börn vel. Ég varð ákveðin í að verða hjúkrunarkona sem smákrakki þrátt fyrir að þekkja engan slíkan. Ég býst við að áhuginn á geðhjúkrun hafi vaknað þegar ég var rétt rúmlega tvítug. Veikustu sjúklingarnir sem greind- ust voru á mínum aldri og voru að stíga sín fyrstu skref með geðsjúkdóm og ég fann til mikillar samkenndar með þeim.“ Þegar hún fór svo að huga að vinnu eftir útskrift varð geð - deildin fyrir valinu. „Ég held það hafi alltaf legið fyrir mér að fara í hjúkrunar - fræði,“ segir guðbjörg Pálsdóttir, formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. hún fann sína fjöl innan hjúkrunar snemma á ferlinum. hún hafði verið kölluð til vinnu á slysadeildinni árið 1991 sem þá var nýopnuð í núverandi mynd, en það bráð - vantaði hjúkrunarfræðinga svo hægt væri að opna deildina. „Ég fann strax að þar átti ég heima. Og þá varð ekki aftur snúið, ég fann mig algerlega í þessari hjúkrun,“ segir hún. Brenn andi áhugi guðbjargar á bráðahjúkrun varð til þess að hún fór í meistaranám til Bandaríkjanna og varð síðar fyrsti sérfræðingurinn í bráðahjúkrun hér á landi. Tilviljun ofan á tilviljun Björg Sigurðardóttir, deildarstjóri á hjúkrunarheimilinu á Sel - tjarnarnesi, segir það afskaplega gefandi að vinna við öldrun en hún hóf störf á nýju hjúkrunarheimili sem var opnað á síðasta ári. Það var tilviljun frekar en annað sem réð því að Björg lagði fyrir sig hjúkrun. Og hún er mjög sátt við þá ákvörð un. „Mér finnst ég svo heppin að hafa slysast inn á þessa lífsbraut,“ segir hún. Það var áhugi á raun- og félagsvísindum sem varð til þess að hún lagði fyrir sig hjúkrun. „að geta hjálpað fólki og bætt líf þess verður seint talið í tekjum. Þáttur öldrunarhjúkrunar mun vaxa mikið á komandi árum með öldrun þjóðarinnar og er ekki hægt að leggja of mikla áherslu á mikilvægi þess að styðja við þennan málaflokk. Öll viljum við að foreldrar okkar, afar og ömmur og síðan við sjálf fáum fyrsta flokks þjónustu og ánægjulega ævidaga.“ Tilviljun réð því einnig að guðbjörg Pálsdóttir, sérfræðing - ur hjá sáramiðstöð Landspítala — og í fremstu röð meðal sérfræðinga í sárahjúkrun — frétti af námi í sárahjúkrun í Danmörku. Það gekk ekki átakalaust að fá inngöngu í námið enda mikil ásókn í það, en með dyggri aðstoð aðalbjargar finnbogadóttur hjá fÍh varð úr að einu námsplássi — ætluðu útlendingi — var bætt við þau námspláss sem fyrir voru. Í kjölfarið hefur guðbjörg átt þátt í því að stuðla að bættri þekk- hjúkrunarfræðingar eru ofurhetjur tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 21 Guðbjörg Pálsdóttir. Björg Sigurðardóttir. Guðbjörg Pálsdóttir. Margrét Grímsdóttir. Margrét Eiríksdóttir var ung að árum þegar áhugi hennar á umönnun manna og dýra kviknaði. „Ég var alin upp í sveit og var svolítið ósjálfstæð og óörugg en fékk mikið hrós hvað ég annaðist dýr og börn vel. Ég varð ákveðin í að verða hjúkrunarkona sem smákrakki þrátt fyrir að þekkja engan slíkan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.