Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 41
ingu aftur inn í samfélagið, og það var í rauninni mjög góður
grunnur fyrir hjúkrunina og starfið mitt á heilsugæslunni
síðar.“
Allt til alls
Við byrjum á að fá okkur kaffi og svo sýnir hún mér húsnæði
stöðvarinnar. gott kaffi er mikilvægt á öllum vinnustöðum,
var eitt sinn sagt við mig, og það hefur greinilega verið tekið
alvarlega á Vopnafirði því kaffið er gott og aðstaðan í eldhúsi
starfsmanna er sömuleiðis með ágætum. Í miðri byggingunni
er rúmgóð biðstofa og móttaka. Lyfsalan var áður í mót-
tökurýminu á heilsugæslustöðinni en er nú í kauptúni og
rekin af Vopnafjarðarhreppi. Það er þó varalyfjalager á heilsu-
gæslunni með bráðalyf svo að Baldur friðriksson, yfirlæknir
og eini læknirinn á staðnum, getur skrifað út nauðsynleg lyf
fyrir skjólstæðinga á vöktum þar sem lyfsalan er aðeins opin á
ákveðnum tímum. Á heilsugæslustöðinni eru nokkur herbergi,
þar á meðal ágæt aðstaða fyrir tannlækni sem kemur reglulega
á stöðina, hefðbundin tannlæknastofa ásamt lager og sótt-
hreinsiaðstöðu; „Við erum auðvitað bara með einn „autoklava“
þannig að þegar tannlæknirinn er búinn að vera hérna fara
bara tanntæknarnir og tannlæknirinn þannig að ég tæmi og
tek allt úr „autoklavanum“, annars væri hann hér í gangi í tvær
vikur!“ segir Steinunn hlæjandi. Við hlið tannlæknastofunnar
er rúmgott herbergi þar sem skjólstæðingar stöðvarinnar
þiggja til dæmis göngudeildarþjónustu út af lyfjagjöf og í sama
herbergi er aðstaða fyrir fæðandi konur ef fæðingu ber óvænt
að. Það eru þó mörg ár síðan konur fæddu börn sín á Vopna -
firði. Í dag fara tilvonandi foreldrar um tveimur vikum fyrir
áætlaða fæðingu frá Vopnafirði til að vera nálægt stærri fæð -
ingar deildum með meiri þjónustu, til dæmis á akureyri,
reykjavík eða akranesi. Yfirleitt fer valið eftir búsetu ættingja
sem tilvonandi foreldrum þykir iðulega gott að hafa nálægt.
með marga hatta í fjölbreyttu og gefandi starfi
tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 41
„Það er í rauninni ótrúlega mikið umstang í
kringum lyfjalagerinn okkar. Við erum með
rafrænt birgðakerfi, Alfa, og ég þarf að taka á
móti öllum vörum sem koma inn í kerfið, halda
vel utan um fyrningarlistann, lyfin í ísskápnum,
eiturskápnum, vökvana sem þarf að hafa eftirlit
með og svo læknatöskuna og aðra tösku sem er
í sjúkrabílnum.“