Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 47
Þegar komið var að þeim tímamótum að þau fluttu úr Skógum og í þéttbýlið beittu
þau sér fyrir því að komið yrði á fót starfsstöð fyrir aðila sem áttu erfitt uppdráttar
á almennum vinnumarkaði. hjónin gáfu öll sín tæki og tól, lagera og viðskiptasam-
bönd og varð úr að félag eldri borgara og Sjálfsbjörg á Vopnafirði stofnuðu sjálfs-
eignarstofnun, meðal annars í þeim tilgangi að stuðla að tilurð starfa fyrir fólk með
skerta starfsorku á Vopnafirði og nágrenni. hagnaði jónsvers, ef einhver er, er varið
til almenningsheilla, líkt og kemur fram í samþykktum félagsins.
Frá söðlasmíði í saumaskap
Starfsemin hefur tekið breytingum frá tíma jóns og jónínu og í dag er lítið um
söðlasmíði, frekar að gert sé við reiðtygi og annað sem því fylgir. En þess í stað hefur
annars konar skapandi saumaskapur bæst við, meðal annars til að sinna brýnni þörf.
Eitt af þeim verkefnum eru snúningsteygjulök, tosulök og draglök sem starfsfólk jóns-
vers hefur verið að útbúa í samstarfi við hjúkrunarheimilið Sundabúð á Vopnafirði.
Til að forvitnast frekar um þetta áhugaverða þróunarverkefni og starfsemi jónsvers
heimsótti ég fyrirtækið og talaði við astrid Örn aðalsteinsson verkstjóra en ástríða
hennar fyrir starfseminni hefur fært jónsveri ný verkefni. astrid er frá finnlandi en
ástin rak hana til Vopnafjarðar fyrir margt löngu. hún er gift Páli aðalsteinssyni og
eiga þau þrjú börn, Enok Örn, Lýdíu Linnéa og katrínu sem er hjúkrunarfræðingur.
Það er notaleg stemning þegar ég kem inn í jónsver; einn starfsmaður situr við
saumavél með fangið bókstaflega fullt af rauðu og hvítu seglefni og úr einu herbergi
berast hamarshögg sem astrid segir mér að séu frá ungum manni sem sé að skipta
um áklæði á stólunum í félagsheimilinu Miklagarði. jónsver er hálfsdagsstarfsstöð
fyrir öryrkja, fólk sem býr við skerta starfsgetu og eldri borgara sem vilja halda smá-
vegis tengingu við atvinnulífið. Í dag starfa í jónsveri þrír einstaklingar í mismiklu
starfshlutfalli fyrir utan astrid sem er í hálfu starfi. hún tók við verkstjórastöðunni
í september 2018.
„já, ég sótti um þetta starf þegar það var auglýst. Ég titla mig eiginlega frekar
verkstjóra því það er teymi eða stjórn í kringum starfsemina sem í eru aðilar frá
Sjálfsbjörg og félagi eldri borgara og svo ég. Við höldum fundi einu sinni í mánuði
tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 47
Snúningsteygjulök sem stuðla að meiri lífsgæðum
— Viðtal við Astrid Örn Aðalsteinsson
„Það er skemmtilegt að í stjórninni er að mestu leyti fólk sem á
rætur að rekja annað en til Íslands! Ég er frá Finnlandi, ein frá
Frakklandi, ein sem er Vestur-Íslendingur eða frá Kanada og svo
ein sem er íslensk. Samstarfið gengur mjög vel, kannski vegna þess
að við komum úr svo ólíkum áttum og menningu!“
Við hlið félagsheimilis Vopnfirðinga, Miklagarðs, og í kjallara stjórnsýsluhússins á Vopnafirði
er Jónsver til húsa. Nafn fyrirtækisins má rekja til frumkvöðlanna, hjónanna Jóns Þorgeirssonar
og Jónínu Björgvinsdóttur frá bænum Skógum í Vopnafirði sem stunduðu leðuriðju, aðallega
söðlasmíði, og saumuðu vindpoka fyrir Flugmálastjórn á heimili sínu í áratugi samhliða búskap.