Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 48
svo allir viti hvað er í gangi. Það er skemmtilegt að í stjórninni er að mestu leyti fólk sem á rætur að rekja annað en til Íslands! Ég er frá finnlandi, ein frá frakklandi, ein sem er Vestur-Ís- lendingur eða frá kanada og svo ein sem er íslensk. Samstarfið gengur mjög vel, kannski vegna þess að við komum úr svo ólíkum áttum og menningu!“ aðalverkefni jónsvers er að sauma vindpoka fyrir isavia. Þeir eru misstórir eftir því á hvaða flugvöllum þeir eru. Þeir stærstu eru 4,20 metrar að lengd og saumaðir fyrir flugstöð Leifs Eiríkssonar í keflavík. Við prófum að draga einn poka út í fulla stærð og get ég staðfest að þetta er engin smásmíði. Efnið er sterkt og saumaskapurinn sömuleiðis og segir astrid mikið verk að setja þá saman vegna stærðarinnar. Einnig eru saumaðir litlir vindpokar fyrir minni flugvelli og svo enn aðrir fyrir golfvelli, sumarbústaði og fleira. Það er vandi að finna rétta efnið í vindpokana þar sem þeir þurfa að þola bæði veður og vind sem nóg er af hérlendis. „Við erum enn í bakaraofninum“ Starfsfólk jónsvers hefur verið að prófa sig áfram með fleira og þar á meðal eru snúningslökin sem hafa verið í vinnslu síðastliðna mánuði. Ég spyr astrid hvernig það hafi komið til? „Þegar ég tók við starfinu hafði verkefnum jónsvers fækkað nokkuð og tekjurnar fyrir vindpokana fyrir isavia nægðu ekki til að sjá starfsfólkinu fyrir verkefnum né til að reka fyrirtækið. Áður sá jónsver um að pússa hæla fyrir Össur en því verkefni var lokið. Ég fór því á stúfana að leita að verkefnum sem hæfðu hæfileikum og getu starfsfólks jónsvers.“ Áður hafði kona í þorpinu séð um að sauma snúningslök fyrir Sundabúð en var hætt. Því var þeirri hugmynd lætt að astrid á stjórnarfundi jónsvers að kanna hvort Sundabúð myndi vanta snúningslök. astrid fór á fund Emmu Tryggvadóttur hjúkrunarforstjóra sem sagði svo vera, bað um tíu lök og lét astrid fá eitt slitið lak til að sauma eftir. astrid sá þarna tækifæri til að endurbæta lökin og má segja að um frumkvöðlastarfsemi sé að ræða. hún fékk konuna sem áður hafði saumað lökin fyrir Sundabúð til að vera með í betrumbótunum á nýju snúningsteygjulökunum og sér hún um að sauma þau í dag. Vinnsla þeirra hefur tekið tíma og er ekki enn lokið: „Við erum eiginlega enn þá í bakara - ofninum,“ segir astrid hlæjandi. astrid segir að það séu ótalmörg atriði sem þarf að skoða og velta vandlega fyrir sér þegar verið er að undirbúa og framleiða vandaða vöru fyrir skjólstæðinga. Léreftið í lökunum skiptir miklu máli, einnig satínefnið í snúningshlutanum og hvar teygjan situr. Það hefur verið mikill vandi að finna réttu efnin til að nota í lökin, sérstaklega satínefnið. En astrid segir að vefnaðarvöruverslanir hafi ýmist verið lagðar niður eða sam- einast þar sem viðskiptin hafi dregist mikið saman. Þegar hún hafði loks fundið rétta efnið lokaði verslunin sem seldi þau. Þá voru góð ráð dýr. hún komst í samband við eiganda vefnaðar- vöruverslunar sem pantar efni frá útlöndum og í sameiningu fundu þær rétta efnið; reyndar eftir að hafa fengið nokkrar ónothæfar sendingar. En nú hefur sá aðili því miður hætt störfum. Staðan í dag er sú að astrid er komin í samskipti við aðila frá finnlandi og pantar nú efnið þaðan. Lakaléreftið þarf ákveðna meðhöndlun. Það hleypur örlítið og er því þvegið og straujað í Efnalaug Vopnafjarðar, sem er í næstu götu fyrir neðan jónsver, áður en það er saumað. Ég spyr astrid hvort það megi ekki segja að snúningsteygjulökin séu samfélagsverkefni þar sem ólíkir aðilar koma að framleiðslu þeirra? „jú, það má segja það. jónsver nýtur líka velvildar í bæjarfélaginu, íbúar vilja geta notið þjónustunnar hér og hafa þennan vinnustað. Við skiptum um rennilása, styttum buxur, fólk kemur með eitthvað sem tilheyrir fellihýsinu, þarf að skipta um yfirbreiðslur til dæmis á grilli og allt mögulegt sem við gerum. Við saumum líka flögg fyrir trillukarlana og grá- sleppukarlana. hver bátur á sinn lit og sumir eru tvílitir, margir skipstjórar hafa verið með sinn lit í áratugi. Við saumum einnig fyrir æðarvörpin, flögg og bönd fyrir æðarfuglana. aðalbjörg stefanía helgadóttir 48 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 Léreftið í lökunum skiptir miklu máli, einnig satínefnið í snúningshlutanum og hvar teygjan situr. Það hefur verið mikill vandi að finna réttu efnin til að nota í lökin, sérstaklega satínefnið. Þegar hún hafði loks fundið rétta efnið lokaði verslunin sem seldi þau. Þá voru góð ráð dýr. Astrid Örn Aðalsteinsson verkstjóri hjá Jónsveri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.