Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 54
sjálfs eða annarra. Sjúklingar eru í sumum tilfellum hlynntir
þvingandi meðferð, eins og einangrun og nauðungarlyfjagjöf,
og telja hana nauðsynlega og gagnlega í þeim tilfellum þegar
sjúkdómsástand þeirra er alvarlegt (georgieva, Mulder og
Wierdsma, 2012). fyrri reynsla sjúklinga skiptir þó máli. Sjúk-
lingar sem höfðu fengið góða hjúkrun á meðan á meðferðinni
stóð og gagnsemi af meðferðinni sögðust myndu kjósa þá
meðferð aftur (georgieva, Mulder o.fl., 2012). Samkvæmt
siðareglum um ábyrgð heilbrigðisstétta gagnvart almenningi
eða samfélaginu má skyldan við einstaklinginn ekki verða svo
afdráttarlaus að öðrum geti stafað hætta af (Vilhjálmur Árna-
son, 1991). Þannig er siðferðilega rangt að hafa ekki vit fyrir
sjúklingum sem myndu valda sjálfum sér eða öðrum skaða ef
ekki er gripið til aðgerða (Culver og gert, 1982; hem o.fl.,
2014). Því má ef til vill réttlæta notkun þving andi meðferðar
þegar einstaklingur er hættulegur sjálfum sér eða öðrum.
kenningar siðfræðinnar styðja að þvingandi meðferð sé fyrst
og fremst öryggistæki og eingöngu skuli grípa til hennar þegar
hegðun sjúklinga ógni eigin öryggi eða öryggi annarra (geor-
gieva, Mulder o.fl., 2012; holmes o.fl., 2004).
Líkan um öruggar sjúkradeildir:
SAFEWARDS
undanfarin ár hefur athygli fræðimanna í auknum mæli beinst
að þeim aðferðum sem geta dregið úr notkun þvingandi
meðferðar á geðdeildum. Árið 2014 setti Len Bowers fram
líkan um öruggar sjúkradeildir, sem nefnist Safewards, í þeim
tilgangi að fækka þeim atvikum sem leiða til þvingandi með -
ferðar á geðdeildum. hugmyndafræði Safewards-líkansins
bygg ist á fjölmörgum rannsóknum allt frá árinu 1960 sem
voru gerðar til að kanna áhrif þvingandi meðferðar á sjúklinga
og starfsfólk og hvernig megi draga úr notkun hennar (Bowers,
2014). Safewards-líkanið er heildræn umgjörð hjúkrunar og
stjórnunar á geðdeildum og tekur til þeirra þátta sem hafa áhrif
á umfang og tíðni þvingandi meðferðarúrræða á geðdeildum
(sjá mynd 1). Líkaninu er skipt í sex áhrifasvið sem taka til
þátta varðandi sjúklinga, starfsfólk, umhverfi, þátta utan spít-
ala, samfélag sjúklinga og regluverk. Það er hannað til þess að
draga úr árekstrum og þvingandi úrræðum á geðdeildum með
því að styðja við skipulag, teymisvinnu, umhverfi, stuðning,
þekkingu, upplýsingaflæði og fagleg vinnubrögð (Bowers, 2014;
Bowers o.fl., 2014). hugtakið árekstrar er notað um erfiða
hegðun sem reynir á starfsfólk, eins og ef sjúklingar neita
meðferð, reyna að strjúka af deildinni, neyta vímuefna á með -
an á innlögn stendur, beita ofbeldi eða skaða sjálfa sig sýna og
hugtakið þvingun er notað sem samnefnari yfir öll þving andi
meðferðarúrræði sem notuð eru á geðdeildum (Bowers, 2014).
Safewards-líkanið sýnir að margir þættir tengjast þvingandi
meðferð. Ýmsar rannsóknir hafa leitast við að skýra tengsl milli
þvingandi meðferðar og ýmissa breyta sem tengjast sjúkling-
unum sjálfum. að sögn Bowers o.fl. (2014) eru 28% atvika sem
leiða til þvingandi meðferðar rakin til einkenna sjúklinga, eins
og lýðfræðilegra breyta, sjúkdómsgreininga, sjúkdómsein-
kenna og hegðunar. kyn og aldur sjúklinga getur skipt máli en
meiri hætta er á að ungir nauðungarvistuðir karlmenn séu
beittir þvingandi meðferð, eins og einangrun og fjötrum, en
konur og þeir sem eldri eru (Bowers o.fl., 2014; georgieva,
Vesselinov og Mulder, 2012). nauðungarlyfjagjöf er oftar valin
til að meðhöndla sjúkdómseinkenni kvensjúklinga en karl-
sjúklinga (jarrett, Bowers og Simpson, 2008; nawka o.fl., 2013).
félagsleg staða sjúklinga hefur einnig áhrif en sjúklingum sem
búa einir og hafa lítil tengsl við fjölskyldu sína er hættara við
að vera beittir þvingandi meðferð (girela o.fl., 2014; Lay, nordt
og rossler, 2011) og þeir sem eru atvinnulausir eiga sömuleiðis
frekar á hættu að vera beittir þvingandi meðferð (Lay o.fl.,
2011).
Forspársþættir þvingandi meðferðar
Sjúkdómseinkenni, sjúkdómsgreiningar og hegðun sjúklinga
hefur mikil tengsl við þvingandi meðferð. Sjúklingum með
geðrofsgreiningu (f20-f29) samkvæmt iCD-10 sjúkdóms-
flokkunarkerfinu sem sýna einkenni geðklofa, eins og ofskynj-
anir og ranghugmyndir, og sjúklingum sem sýna ofbeldisfulla
hegðun eiga frekar á hættu að lenda í þvingandi meðferð en
öðrum (georgieva, Vesselinov o.fl., 2012; kalisova o.fl., 2014;
noorthoorn o.fl., 2015). Sjúklingar sem vitað er að hafa mis-
notað vímuefni og að hafa beitt ofbeldi gagnvart öðrum eru
einnig oftar beittir þvingandi meðferðarúrræðum (Bowers
eyrún thorstensen og helga bragadóttir
54 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020
Mynd 1 er byggð á líkani um öruggar sjúkradeildir, Safewards, og sýnir
á einfaldan hátt meginbyggingareiningar þess. Í ytri hring eru áhrifa -
sviðin sex (sjá nánar töflu 1). Þvingun og árekstur eru kjarninn í lík-
aninu, tvíátta ör þar á milli merkir að árekstur getur valdið þvingandi
meðferð og öfugt. Innan ytri hrings eru blossar og demparar sem tákna
áhrif fjölmargra þátta meðal sjúklinga og starfsfólks sem geta haft áhrif
á hve oft þarf að beita þvingandi meðferð.