Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 55
o.fl., 2012; Stewart, Bowers og ross, 2012) og sjúklingar sem áður hafa verið beittir þvingandi meðferð eiga frekar á hættu að verða beittir slíkri meðferð aftur (geor- gieva, Vesselinov o.fl., 2012; girela o.fl., 2014). Þvingandi með ferð er oftar beitt þegar sjúklingar sýna erfiða hegðun, eins og að neita lyfjum og meðferð, biðja um aukalyf (Baker, Bowers og Owiti, 2009) og sýna óviðeigandi kynferðislega hegðun (happell og koehn, 2010) eða sýna sjálfskaðandi hegðun (Stewart o.fl., 2012). Reynsla og þekking starfsfólks spáir fyrir umfangi þvingandi meðferðar Áhrif starfsfólks á þvingandi meðferð hefur einnig komið fram í rannsóknum. Starfs- reynsla, fræðsla, menntun og þjálfun starfsfólks tengjast tíðni og umfangi þvingandi meðferðar (Putkonen o.fl., 2013; Stewart, Van der Merwe, Bowers, Simpson og jones, 2010). Viðmót starfsfólks og samskiptafærni hafa tengsl við notkun þvingandi meðferðar. Starfsfólk með jákvætt viðhorf gagnvart sjúklingum beitir síður þvingandi meðferð (Bowers o.fl., 2014; happell og koehn, 2010; Stewart o.fl., 2010) og notar mildari aðferðir við að ná stjórn á krefjandi aðstæðum og tekst frekar að róa sjúklinga án þvingandi meðferðar (Bjorkdahl, Palmstierna og hansebo, 2010; happell og koehn, 2010; hem o.fl., 2014). Starfsfólki sem er vel þjálfað, í góðu líkamlegu og and - legu jafnvægi og vinnur vel saman tekst betur að draga úr árásargirni sjúklinga og hjúkrun á geðdeildum tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 55 Tafla 1. innihaldslýsing Safewards-líkansins eftir áhrifasviði Áhrifasvið Demparar Blossar Sjúklingar Meðferð, eins og samtalsmeðferð, lyfjameðferð Versnun einkenna eins og ranghugmynda og ofskynjana. og virknimeðferð. Stuðningur, hughreysting Persónuleikaþættir eins og jaðarpersónuleikaröskun og andfélagsleg og nærvera. persónuleikaröskun. Lýðfræðilegir þættir: aldur og kyn. Starfsfólk Tilfinningastjórnun, siðvitund, viðhorf, þekking, Vanræksla, valdbeiting, vanvirðing, fordómar, hroki, færni í samskiptum, tæknileg færni, eins og skortur á þekkingu, umhyggju og tilfinningastjórnun starfsfólks. viðbrögð gegn ofbeldi, slökunaraðferðir o.fl. Samvinna, samhæfð vinnubrögð, skýrir verkferlar, teymisvinna, gagnkvæmur stuðningur og starfsánægja. Umhverfi hönnun húsnæðis, eins og sjónlínur, rými, útlit, Slæm hönnun húsnæðis, eins og þrengsli, skúmaskot, fjölbýli og lýsing og hljóð. Viðhald og þrif. skortur á aðstöðu til næðis og virkni. Slæmt viðhald og óþrifnaður. Samfélag Siðvitund sjúklinga, gagnkvæmur skilningur og hermihegðun; lærð óæskileg hegðun af samsjúklingum eins sjúklinga stuðningur þeirra á milli. Starfsfólk sem og sjálfskaðandi hegðun eða ofbeldi. Álag og áreiti í umhverfinu, fyrirmynd. Stjórnun og stuðningur starfsfólks. eins og spenna, hávaði, þrengsli, ógnandi hegðun og ofbeldi, komið í veg fyrir aðstæður sem leiða til árekstra. mikið flæði inn- og útskrifta. Þættir utan fjölskylduhjúkrun. aðstoð og stuðningur Áföll, sorg, missir, áhyggjur og ofbeldi í tengslum við fjölskyldu spítala varðandi félagsleg vandamál. og vini. Áhyggjur varðandi búsetu, atvinnu og fjárhag. Regluverk Virðing fyrir réttindum sjúklinga og þeim veitt Lög og reglur þjóðar, eins og lögræðislög og framkvæmd aðstoð við að sækja rétt sinn, leggja fram kærur nauðungarvistunar og sjálfræðissviptingar. hvaða þvingandi eða kvartanir. upplýsingar og fræðsla. Sjúklingum meðferðar eru heimilaðar. Stefna yfirvalda í geðheilbrigðismálum. veittur stuðningur við að skipuleggja framtíð sína ferli kvartana og kærumála. hjá sumum þjóðum geta ofantalin (batamiðuð þjónusta og vekja von). atriði verið íþyngjandi fyrir sjúklinga. Tafla 1 gefur yfirsýn yfir áhrifasvið, dempara og blossa sem hafa áhrif á tíðni og umfang þvingandi meðferðar. Áhrifasviðin eru: sjúklingur, starfsfólk, umhverfi, samfélag sjúklinga, þættir utan spítala og regluverk. Demparar eru verndandi þættir sem draga úr notkun þvingandi meðferðar og blossar eru ógnandi þættir sem geta aukið hættu á að henni sé beitt. Viðmót starfsfólks og sam- skiptafærni hafa tengsl við notkun þvingandi með - ferðar. Starfsfólk með jákvætt viðhorf gagnvart sjúklingum beitir síður þvingandi meðferð og notar mildari aðferðir við að ná stjórn á krefjandi aðstæð - um og tekst frekar að róa sjúklinga án þvingandi meðferðar.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.