Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 62
skv. nEWS (national Early Warning Score1). auk þess að vera með 38,4°C hita mælist blóðþrýstingur Önnu 109/66, púls 93, öndunartíðni 15/mín. og súrefnismettun 97% án súrefnisgjafar. hún er því með nEWS-stigun upp á 3 stig sem telst lítil áhætta En þar sem líklegt er að hún sé ónæmisbæld og með hita þarf að bregðast skjótt við til að fyrirbyggja lífshættulegt ástand. hafin er uppvinnsla strax og tekin blóðsýni sem sýna að anna er með verulega fækkun á hvítum blóðkornum (0,3) og dauf- kyrningar mælast ekki (0,0). anna er með lyfjabrunn og því er tekin ein blóðræktun úr lyfjabrunni og önnur úr handlegg (þegar sjúklingar eru ekki með miðlæga bláæðaleggi er tekin blóðræktun úr báðum handleggjum). Einnig er tekið þvagsýni ásamt sýnum frá hugsanlegum sýkingarsvæðum, s.s. húð, hráki, hægðir. Þrátt fyrir að æskilegt sé að ná öllum ræktunarsýnum áður en sýklalyfjagjöf hefst á alls ekki að bíða með sýklalyfjagjöf og enn síður að bíða eftir ræktunarniðurstöðum. Sýklalyfjagjöf á að vera hafin innan klukkustundar frá því hiti hefur verið staðfestur. Önnu er gefið sýklalyfið Ceftazidem (fortum®) 2g í æð og í kjölfarið hafin vökvagjöf í æð. anna var lögð inn á sjúkrahús og þurfti sýklalyf í æð í nokkra daga en gat að útskrift lokinni haldið áfram í krabbameinslyfjameðferðinni. Með skjótum viðbrögðum var komið í veg fyrir að seinka þyrfti krabba- meinsmeðferðinni og hugsanlega komið í veg fyrir lífshættulegt ástand.2 Lokaorð rétt viðbrögð við hita hjá ónæmisbældum krabbameinssjúklingi skipta miklu máli. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar geri sér grein fyrir alvarleika þess þegar ónæmis bældur krabbameins- sjúklingur fær hita, þekki leiðbeiningarnar og noti þær til að bregðast skjótt við með viðeigandi rannsóknum og meðferð. Með aukinni árvekni og því að bregðast hratt og rétt við hita hjá ónæmisbældum krabbameinssjúklingi má fyrir byggja lífshættu- legt ástand, stytta innlagnartíma og auka lífsgæði sjúklingsins. Þakkir: handritshöfundar (Brynja hauksdóttir og halla grétarsdóttir) unnu drög að handriti þessu í Vinnusmiðju í handritsgerð sem helga Bragadóttir, hjúkrunarfræðingur, prófessor og forstöðu - manni fræðasviðs við hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands og Landspítala, hafði umsjón með. Við þökkum helgu fyrir hennar aðstoð. Heimildir Carmona-Bayonas, a., jiménez fonseca, P., Echaburu, j. V., antonio, M., font, C., og Biosca, M. (2015). Prediction of serious complications in pa- tients with seemingly stable febrile neutropenia: Validation of the Clinical index of Stable febrile neutropenia in a prospective cohort of patients from the finiTE study. Journal of Clinical Oncology, 33, 465–71. freifeld, a. g., Bow., E. j., Sepkowitz, k. a., Boeckh, M. j., ito, j. i., Mullen, C. a., … Wingard, j. r. (2011). Clinical practice guidelines for the use of antimicrobial agents in neutropenic patients with cancer: 2010 update by the infectious Diseases Society of america. Clinical Infectious Disease, (52), 4, e56–93. gæðahandbók Landspítalans. (2018). Daufkyrningafæð — vöktun og viðbrögð við hita. [LSh-1510, v1.2018] ritstjórn gæðaskjals: Brynja hauksdóttir, guðbjörg guðmundsdóttir, halla grétarsdóttir. Sótt á http://heitur.land- spitali.is/focal/gaedahandbaekur/gnhskurda.nsf/0/B3BB76718Bf111CB0 02582670051B4C5 klastersky, j., naurois, j., rolston, k., rapoport, B., Maschmeyer, g., aapro, M., herrstedt, j. (2016). Management of febrile neutropenia: ESMO clin- ical practice guidelines. Annals of Oncology, 27 (viðauki 5), 111–118. kuderer, n. M., Dale, D. C., Crawford, j., Cosler, L. E. og Lyman, g. h. (2006). Mortality, morbidity, and cost associated with febrile neutropenia in adult cancer patients. Cancer 106, 2258–2266. Legrand, M., Max, a., Peigne, V., Mariotte, E., Canet, E., Debrumetz, … azoulay, E. (2012). Survival in neutropenic patients with severe sepsis or septic shock. Critical Care Medicine, 40, 43–49. Lucas, a. j., Olin, j. L., Coleman, M. D. (2018). Management and preventive measures for febrile neutropenia. Pharmacy and Therapeutics 43(4), 228– 232. Mayadas, T. n, Cullere, X., Lowell, C. a. (2015). The multifaceted functions of neutrophils. Annual Review of Pathology: Mechanisms of Disease, 8, 181–218. nCCn [national Comprehensive Cancer network]. (2018). NCCN Clinical Practice Guidelines in Oncology (NCCN Guidelines®): Prevention and treat- ment of cancer-related infections [v1.2019]. Sótt á http://www.nccn.org/ professionals/physician_gls/PDf/infections.pdf brynja hauksdóttir, halla grétarsdóttir, guðbjörg guðmundsdóttir 62 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 1 Í SBar Landspítala-appinu má finna nEWS-stigun á versnandi ástandi sjúklinga. 2 athugið að í dæminu hér fyrir ofan er einungis farið yfir helstu atriði í fyrstu viðbrögðum við hita hjá ónæmisbældum krabbameinssjúklingum. Ekki eru allir þættir uppvinnslu taldir upp í dæminu, s.s. upplýsingataka, mat á líðan og líkamsmat til að leita að sýkingastöðum.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.