Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 64

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 64
annarra einkenna með sálfélagslegum og andlegum stuðningi við sjúkling og aðstandendur hans. Líknarmeðferð hefst við greiningu alvarlegra sjúkdóma og er veitt samhliða sjúkdóms - miðaðri, lífslengjandi meðferð í þeim tilgangi að styðja sjálfræði sjúklings og upplýst val. Líknarmeðferð stendur eftir þegar meðferð sem miðar að lækningu er hætt. Líknarmeðferð er skipt í þrjú meðferðarstig (lýsing hér er útdráttur úr leiðbeiningunum): • Full meðferð (FM) er sú meðferð sem er veitt ef engin önnur fyrirmæli eða skráning eru í sjúkraskrá. • Full meðferð að endurlífgun með eða án annarra takmark- ana (FME) þýðir að endurlífgun verður ekki beitt en öll önnur meðferð er veitt nema frekari takmarkanir séu sér- staklega ákveðnar og skráðar. Dæmi um frekari ákvarðanir eru „ekki gjörgæsluvistun“, „ekki öndunarvél“. • Lífslokameðferð (LLM) tekur við þegar ljóst má vera að dauða muni bera að innan fárra daga eða vikna. Markmið meðferð - arinnar er að sjúklingur geti dáið án þjáninga og með reisn. Meðferðaráætlun þegar líður að andláti Þegar ákvörðun um LLM liggur fyrir er í klínísku leiðbeining- unum frá Landspítalanum mælt með að fylgja meðferðar- áætlun fyrir deyjandi sjúklinga (MÁD). Tilgangur hennar er að tryggja gæði í umönnun og meðferð á síðustu dögum eða klukkustundum lífs, óháð dvalarstað sjúklings, og stuðning við aðstandendur við missi ástvinar. Meðferðaráætlunin byggðist upphaflega á enskri fyrirmynd, Liverpool Care Pathway (LCP), frá lokum síðustu aldar. um var að ræða þverfaglegar leiðbein- ingar sem voru settar fram sérstaklega til að flytja hugmynda- fræði um umönnun og meðferð dauðvona sjúklinga frá líknar - deildum yfir á bráðadeildir og aðrar stofnanir í Bretlandi. Eftir víðtæka gagnrýni, sem hófst árið 2008 og náði hámarki í fjölmiðlafári árið 2013, var horfið frá notkun LCP í Bretlandi árið 2014. gagnrýnin dró fram í dagsljósið neikvæða reynslu ættingja af umönnun og meðferð við andlát ástvina og fól í sér ýmsar ávirðingar um virðingarleysi í viðmóti starfsfólks til þeirra og sjúklinganna sjálfra og skort á samráði og upplýs - ingum um meðferðina. Einnig voru gerðar athugasemdir við fjárhagslegan ávinning sem stofnanir í Bretlandi gátu haft af því að taka upp LCP í Bretlandi en það vakti ýmsar siðferðis- legar spurningar. Í kjölfarið var stofnaður alþjóðlegur sam- starfshópur um bestu umönnun dauðvona sjúklinga (iCBCDP) sem samþykkti nýjar leiðbeiningar eftir gagngera endur skoð - un og endurbætur á LCP. Sýn samtakanna er „… heimur þar sem fólk lítur á góðan dauðdaga sem sjálfsögð endalok lífsins, með stuðningi bestu einstaklingsmiðuðu umönnunar“ („… a world where all people experience a good death as an integral part of their individual life, supported by the very best person - alised care“). „Meðferðaráætlun fyrir deyjandi sjúklinga (MÁD)“, sem fylgt er á nokkrum deildum Landspítala, byggist á þessum leiðbeiningum. fullfrískt fólk hefur sjaldan frumkvæði að umræðu um persónulegar framtíðaróskir ef til þess kæmi að það yrði ekki fært um að láta þær sjálft í ljósi. Landlæknir gaf út lífsskrá árið 2005 þar sem fólk gat fyllt út eyðublað til að gefa til kynna óskir sínar í aðdraganda lífsloka við aðstæður þar sem það væri ófært um að gefa óskir sínar til kynna. Þessi skrá var lítið notuð og árið 2015 tók embættið hana úr umferð. Sjúklingar eru lík- legri til að gefa óskir sínar til kynna ef heilbrigðisstarfsfólk hefur frumkvæði að umræðunni og árangursríkast er ef fólk fær lesefni og munnlega fræðslu um meðferðarmarkmið í hendur samtímis (kristín Lára Ólafsdóttir, 2018). Meðferðarmarkmið og lífslok Með vaxandi fjölda fólks sem lifir með langvinnan, versnandi heilsubrest og sem er í langvarandi meðferðarsambandi við hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk er brýnt að hefja umræðu um meðferðarmarkmið og óskir við lífslok fyrr en venja hefur verið og á meðan fólk er fært um að taka þátt í samræðunum. rannsóknir sýna að það er ekki einhlítt að sjúk- lingar kjósi helst að ræða þessi mál við lækninn sinn. Margir kjósa frekar að ræða við annað heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir þeim tíðar og mestu máli skiptir að sá sem fyrir valinu verður sé fær í samskiptum (kristín Lára Ólafsdóttir, 2018; robinson o.fl., 2012). hjúkrunarfræðingar eru oft í góðri aðstöðu til að hefja samræður um meðferðarmarkmið við sjúklinga sem þeir hjúkra. kristín Lára Ólafsdóttir (2018) þýddi viðtalsramma frá Skotlandi sem ætlað er að örva umræðu um meðferðarmark - mið og stuðst hefur verið við hjá líknarráðgjafateymi Land - spítalans. Með honum er byrjað á að kanna skilning sjúklings og aðstandenda á sjúkdómsástandi og horfum stuttu eftir greiningu alvarlegs sjúkdóms en endað á að fá leyfi sjúklingsins til að ræða framtíðina og óskir hans ef sjúkdómurinn versn ar. gert er ráð fyrir þremur viðtölum til að komast að niðurstöðu og mælt með að þau fari fram þegar vel gengur hjá sjúk- lingnum. Á vef Landspítala er að finna fræðsluefni fyrir að - stand endur í aðdraganda andláts sem gott getur verið fyrir heilbrigðisstarfsfólk að styðjast við í viðtali við aðstandendur. Lífslokameðferð á Hrafnistu og Grund Samkvæmt upplýsingum frá Sigríði Sigurðardóttur (2020) hjá grund og Bjarneyju Sigurðardóttur (2019) hjá hrafnistu er stuðst við leiðbeiningar Landspítala um líknarmeðferð og með - ferðaráætlun dauðvona sjúklinga á heimilum undir þeirra hatti. hjá hrafnistu starfar líknarteymi sem var stofnað haustið 2016. Sumarið 2019 samþykkti framkvæmdaráð hrafnistu beiðni teymisins um að fara í samræmda og markvissa inn- þorgerður ragnarsdóttir 64 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 „… heimur þar sem fólk lítur á góðan dauðdaga sem sjálfsögð endalok lífsins, með stuðningi bestu einstaklingsmið uðu umönnunar“.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.