Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 74
Umræður
athyglisvert var að sjá í niðurstöðum þessarar rannsóknar að
margsinnis komu fram vísbendingar um að hjúkrunarfræð-
ingar undir 40 ára sem unnu á skurð- og lyflækningasviði voru
í áhættuhóp þeirra sem gætu orðið fyrir barðinu á streitu og
kulnun í starfi. Sá marktæki munur sem kom fram á streitu í
töflu 2 á þeim þátttakendum sem voru annars vegar með
hjúkrunarpróf og hins vegar með BS-gráðu kann að skýrast af
ólíkum aldri þátttakenda frekar en mismunandi menntun.
Þessar niðurstöður samræmast fyrri rannsóknum á efninu.
nýlegar rannsóknir sýna að streita og kulnunareinkenni koma
í auknum mæli fram hjá yngri hjúkrunarfræðingum (Lee o.fl.,
2015; gómez-urquiza o.fl., 2017; Cheval o.fl., 2019). niður -
stöður þessarar rannsóknar gefa sterklega til kynna að huga
beri sérstaklega að því hvernig má styðja við yngri hjúkrunar-
fræðinga og þá sem hafa stutta starfsreynslu. Eiga þessar
niður stöður samhljóm með því sem kom fram í rannsókn
hayes og samstarfsmanna (2015) og gómez-urquiza og sam-
starfsmanna (2017) um að minni streita og kulnun hafi verið
til staðar hjá þeim hjúkrunarfræðingum sem voru eldri og
með hærri starfsaldur. Drógu gómez-urquiza og félagar þá
ályktun að því eldri sem hjúkrunarfræðingar væru því minni
líkur væru á því að þeir séu tilfinningalega úrvinda eða lendi
í þeirri firringu að finnast þeir ekki á staðnum hvorki andlega
né líkamlega (e. depersonalization). gefa ofangreindar niður -
stöður ríka ástæðu til að álykta að yngri hjúkrunarfræðingar
séu í mun meiri hættu á að verða fyrir streitu og kulnun og að
mikilvægt sé að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða. Ofangreindar
niðurstöður gefa nokkuð skýrt til kynna að hver og einn hjúkr -
unarfræðingur þurfi að vera meðvitaður um einkenni kuln-
unar. Einnig, og ekki síður, má álykta að brýnt sé að yfirmenn
og stjórnendur þekki til einkenna streitu og kulnunar svo tæki-
færi gefist til að koma í veg fyrir minnkaða afkastagetu eða
jafnvel tilfinningalegt þrot hjá viðkomandi.
Það má finna samhljóm í niðurstöðum þessarar rannsókn -
ar og niðurstöðum happell og félaga (2013) og jordan og félaga
(2016) sem sýndu að þátttakendur gripu til þess ráðs að flýja af
hólmi eða flýja í huganum eða halda sig til hlés þegar aðstæður
voru yfirþyrmandi. Til viðbótar sýndu niður stöður þessarar
rannsóknar að þeir þátttakendur sem notuðu þessi bjargráð
mældust með marktækt alvarlegri streitueinkenni. Vert er einnig
að líta til þeirrar neikvæðu fylgni sem kom í ljós í þessari rann-
sókn sem bendir jafnframt til þess að yngri hjúkrunarfræðingar
og þeir sem hafa styttri starfsreynslu nýti sér ekki nægjanlega
bjargráð til að koma lagi á streitufullar tilfinningar til að taka á
vandamálinu á skipulegan og hag nýtan hátt (Zyga o.fl., 2016).
Ályktanir
Skoða ber niðurstöður rannsóknarinnar með tilliti til þess að
hún nær einungis til ákveðins hóps hjúkrunarfræðinga innan
ákveðinna sviða. Styrkur rannsóknarinnar felst helst í því að
hér koma fram niðurstöður sem bæta úr skorti á vitneskju um
þetta efni á Íslandi. Í fyrsta lagi sýna þær greinlega að finna
þarf leiðir til úrbóta svo ungir hjúkrunarfræðingar með stutta
starfsreynslu hverfi ekki úr starfi vegna streitu og kulnunar.
Í öðru lagi að kulnun virðist vera persónu- og starfstengd en ekki
tengd skjólstæðingum nema að litlu leyti. niðurstöður þessarar
rannsóknar endurspegla niðurstöður fyrri rannsókna sem sýna
að streita og kulnun er alvarlegt vandamál á meðal hjúkrunar-
fræðinga (hayes o.fl., 2015; gómez-urquiza o.fl., 2017) og að
þörf sé á breyttum aðferðum í rannsóknum á þessu efni (Caña-
das De-la fuente o.fl., 2015). Í slíkum rannsóknum þarf að taka
tillit til þeirra hröðu samfélagsbreytinga sem hafa átt sér stað,
hugarfars og viðhorfsbreytinga á milli kynslóða og sálfélags-
legra þátta (McTiernan og McDonald, 2015). Þetta er umhugs-
unarvert nú í dag, en ekki síður þegar litið er til framtíðar.
helstu takmarkanir þessarar rannsóknar er lítið úrtak því það
dregur úr möguleikum þess að yfirfæra niðurstöðurnar á stærri
hóp. Líta má á það sem frekari takmörkun rannsóknarinnar að
skortur er á mælingum á áreiðanleika mælitækjanna þar sem
stuðst var við sambærileg úrtök og í þessari rannsókn. Þó
styrkir það rannsóknina að hún sýndi svipuð Cronbach-alfa-
gildi og komið hafa fram í fyrri rannsóknum á stærri úrtökum
(hjörleifsdóttir o.fl., 2006; Lee, 2012; Sestili o.fl., 2018).
Þakkarorð
höfundar þakka stjórnendum Landspítala og Sjúkrahússins á
akureyri fyrir góða samvinnu. Vísindasjóði félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga eru færðar þakkir fyrir styrk til rannsókn-
arinnar. Síðast en ekki síst fá allir þátttakendur okkar bestu
þakkir fyrir að gefa sér tíma til að taka þátt í rannsókninni.
Heimildir
altman, D. g. (1999). Practical statistics for medical research (9. útg.). London:
Chapman og hall.
Borritz, M., og kristensen, T. S. (2004). Copenhagen Burnout inventory: Et
spørgeskema til måling af udbrændthed. Sótt á www.arbejdsmiljoforsk -
ning.dk/upload/cbi-egen-test.pdf
Cañadas-De la fuente, g. a., Vargas, C., San Luis, C., garcía, i., Cañadas, g.
r., og De la fuente, E. (2015). risk factors and prevalence of burnout syn-
drome in the nursing profession. International Journal of Nursing Stud-
ies, 52(1), 240–249. doi. org/10.1016/j.ijnurstu.2014.07.001
Cheval, B., Cullati, S., Mongin, D., Schmidt, E. r., Lauper, k., Pihl-Thingvad,
j., … Courvoisier, S. D. (2019). associations of regrets and coping strate-
gies with job satisfaction and turnover intention: international prospec-
tive cohort study of novice healthcare professionals. Swiss Medical Weekly,
26, 149, w20074. doi: 10.4414/smw.2019.20074
Cohen, S., kamarck, T., og Mermelstein, r. (1983). a global measure of per-
ceived stress. Journal of Health and Social Behavior, 24, 365–396. doi:
10.2307/2136404
Cohen, S., og Williamsson, g. (1988). Perceived stress in a probability sample
of the united States. Í Spacapan og Oskamp (ritstj.), The social psychology
of health: Claremont symposium on applied social psychology (bls. 31–67).
newbury Park: Sage.
Cronbach, L. j. (1951) Coefficient alpha and the internal structures of tests.
Psychometrika 16(3), 297–334.
Dunkel-Schetter, C., feinstein, L. C., Taylor, S. E., og falke, r. L. (1992). Pat-
terns of coping with cancer. Health Psychology, 11, 79–87.
folkman, S., Lazarus r. S., Dunkel-Schetter, C., DeLongis, a., og gruen, r.
j. (1986). Dynamics of stressful encounter: Cognitive appraisal, coping,
and encounter outcomes. Journal of Personality and Social Psychology,
50(5), 992–1003. doi: 10.1037//0022-3514.50.5.992
berglind harpa svavarsdóttir og elísabet hjörleifsdóttir
74 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020