Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 78

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 78
Þar sem a- og B-hluti eru fjölsviða (e. multidimensional) er ekki viðeigandi að meta áreiðanleika þeirra með Cronbachs- alfa heldur krefst það þáttagreiningar (Barbaranelli o.fl., 2014) sem ekki var framkvæmd fyrir þennan hluta rannsóknarinnar. Áreiðanleika C-hluta er hins vegar hægt að meta með Cron- bachs-alfa þar sem listinn er einsviða (e. unidimensional) og reyndist hann vera fullnægjandi (α = 0,840) og sambærilegur við bandaríska rannsókn á próffræðilegum eiginleikum listans (α = 0,840) (Dickson o.fl., 2017). SC-ChDi-mælitækið var þýtt á íslensku í samráði við höfunda þess og er aðgengilegt á slóðinni: http://self-care-measures.com/available-self-care- measures/self-care-of-coronary-heart-disease-inventory/. Sjúkdómstengd þekking var metin með mælitækinu „Spurn - ingalisti um kransæðasjúkdóm“ (Þekking-kranS) sem er ís- lensk útgáfa af „Coronary artery Disease Education Ques - tionnaire-short version“ (CaDE-Q-SV) og notuð hér í fyrsta sinn. Mælitækið inniheldur 20 fullyrðingar og eru svarmögu- leikar „rétt“, „rangt“ eða „veit ekki“. gefið er stig fyrir rétt svar og hægt er að fá 0–20 stig. Próffræðilegir eiginleikar mælitæk- isins hafa reynst fullnægjandi (ghisi o.fl., 2016). Einkenni þunglyndis og kvíða voru metin með íslenskri út- gáfu „hospital anxiety and Depression Scale“ (haDS), 14 atriða mælitæki sem myndar 2 kvarða, þunglyndis- og kvíða - kvarða. atriðin eru metin á kvarðanum 0–3 og stigafjöldinn fyrir hvorn kvarða er 0–21. fleiri en 8 stig gefa til kynna ein- kenni um kvíða eða einkenni um þunglyndi (jakob Smári o.fl., 2008). upplýsingum um áhættuþætti kransæðasjúkdóms, fyrri innlagnir vegna kransæðasjúkdóms, aldur, kyn, búsetu og menntun, hve margir byggju á heimili þátttakenda að þeim meðtöldum og hvernig þátttakanda gengi að láta enda ná saman í hverjum mánuði var safnað úr sjúkraskrá og með spurningalista. Úrvinnsla gagna Við greiningu áhættuþátta var miðað við skilgreiningar á meðferðarmarkmiðum í klínískum leiðbeiningum evrópsku hjartasamtakanna (e. European Society of Cardiology) um ann- ars stigs forvarnir kransæðasjúkdóms (Piepoli o.fl., 2016). Ofþyngd var skilgreind sem líkamsþyngdarstuðull (LÞS) ≥ 25 kg/m2 og offita sem LÞS ≥ 30 kg/m2. Miðlæg offita (offita á kvið) var skilgreind sem mittismál ≥ 88 sm hjá konum og ≥ 102 sm hjá körlum. hreyfing var metin með spurningu um hversu oft fólk stundaði 30 mínútna líkamshreyfingu (í vinnu, frítíma og daglegum störfum). Virkir reykingamenn töldust þeir sem reyktu síðastliðinn mánuð fyrir innlögn. Með ein- kenni kvíða eða þunglyndis voru þeir sem fengu 8 stig eða meira á haDS-kvörðunum. Búseta í dreifbýli og þéttbýli var skilgreind eftir póstnúmerum (þéttbýli: póstnúmer 101–170, 200–225, 270–276, 600–603; dreifbýli: önnur póstnúmer). Lýsandi tölfræði var notuð til að lýsa einkennum úrtaksins. reiknað var meðaltal og staðalfrávik fyrir samfelldar breytur og tíðni og hlutföll fyrir flokkabreytur. Ályktunartölfræði var notuð til að lýsa tengslum á milli breyta og notuð til þess stikuð próf og Pearson-fylgnistuðull. Tvíhliða t-próf og anova-dreifigreining voru notuð til þess að bera saman meðaltöl sjálfsumönnunar (a-, B- eða C-hluta) á milli tveggja eða fleiri óháðra hópa. Samband sjálfsumönnunar (fylgibreyta) við aldur, sjúkdómstengda þekkingu og einkenni kvíða og þunglyndis (frumbreytur) var metið með einfaldri aðhvarfsgreiningu. fjölbreytuaðhvarfsgreining var gerð til að finna hvaða frumbreytur spá fyrir um viðhald heilbrigðis (líkan 1), stjórnun sjálfsumönnunar (líkan 2) og trú á eigin getu (líkan 3). Í hvert líkan voru valdar þær frumbreytur sem fyrri rannsóknir hafa sýnt að tengist sjálfsumönnun eða þær sem höfðu marktæka fylgni við fylgibreyturnar (sjá breytur í töflu 1) og notuð þrepaskipt, afturábak-aðferð. gögnin upp- fylltu skilyrði um normaldreifingu fylgibreyta, línulegt sam- band þeirra við frumbreytur og tilviljanakennda dreifingu leifaliða. Miðað var við marktektarmörk p < 0,05 og gögnin voru greind með iBM SPSS-forritinu, útgáfu 26 og r-útgáfu 3.5. Siðfræði rannsóknin var unnin í samræmi við ákvæði helsinkiyfir - lýsingarinnar (World Medical association, 2013). Vísinda - siðanefnd veitti leyfi fyrir rannsókninni (tilvísunarnúmer 17–159) og var hún tilkynnt til Persónuverndar. framkvæmda - stjórar lækninga á Landspítala og Sjúkrahúsinu á akureyri veittu einnig leyfi fyrir framkvæmd rannsóknarinnar. Þátttak- endur fengu bæði munnlegar og skriflegar upplýsingar um rannsóknina og skrifuðu undir upplýst samþykki áður en gagnasöfnun hófst. Niðurstöður Í rannsókninni voru 445 þátttakendur á aldrinum 29–79 ára, meðalaldur var 64,1 ár (sf 9,1 ár) og 80% voru karlar. flestir þátttakenda höfðu lokið framhaldsskólaprófi (45%) en fæstir voru með háskólapróf (23%). Meirihluti þátttakenda var í hjú- skap eða í sambúð (72%) og lítill hluti þeirra bjó einn (20%). flestir bjuggu í þéttbýli (70%) og tekjur flestra dugðu fyrir út- gjöldum (88%). rúmlega helmingur þátttakenda (55%) hafði ekki áður lagst inn á sjúkrahús vegna kransæða sjúkdóms og 47% lögðust brátt inn á sjúkrahús með kransæða stíflu eða hvikula hjartaöng. Þeir sem ekki lögðust brátt inn voru inn- kallaðir til hjartaþræðingar eða hjáveituskurðaðgerðar (53%). Sjúkdómstengd þekking þátttakenda mældist 13,7 (sf 3,2) með Þekking-kranS mælitækinu. Áhættuþættir alls mældust 16% þátttakenda í kjörþyngd (LÞS < 25 kg/m2), 42% mældust í ofþyngd, 42% taldist vera með offitu og miðlæg offita mældist hjá 70% þátttakenda. Meirihluti þátttakenda (80%) sagðist hreyfa sig í a.m.k. 30 mínútur á dag. fimmt- ungur þátttakenda (20%) hafði áður greinst með sykursýki og 18% reyktu. Samanburður á stöðu áhættuþátta meðal þeirra sem höfðu legið á sjúkrahúsi áður vegna kransæðasjúkdóms og þeirra sem voru að leggjast inn í fyrsta sinn sýndi að ein- margrét hrönn svavarsdóttir, kristín guðný sæmundsdóttir, brynja ingadóttir 78 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.