Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Síða 17

Vinnan - 01.09.1946, Síða 17
tíma, sem deilan stóð við hverja þeirra um sig. Sýndu Iðju-félagar og allmargir meðlimir annarra verkalýðs- félaga bæjarins í því mikinn dugnað og ósérhlífni. Ég hef fyrr í grein þessari sagt, að í engri vinnudeilu, sem hér hefur verið háð, hafi sigurinn fyrirfram verið jafn tryggur sem í þessari. Þetta kom mjög glöggt fram á fyrstu dögum deilunnar. Að kvöldi fyrsta dagsins var íundur verkfallsmanna í Verkalýðshúsinu. Húsið var alveg troðfullt. Og hverjir voru þar saman komnir? í fyrsta lagi félagar úr Iðju — að mestu leyti ungt fólk, sem fæst hefur áður tekið virkan þátt í stéttar- baráttu akureyrska verkalýðsins — en sem með eldmóði æskunnar hefur heitstrengt að afla sínu unga og ofsótta verkalýðsfélagi fullrar viðurkenningar og gera það þannig að öruggu vopni í hagsmunabaráttu verksmiðju- fólksins. Við hlið þessa unga fólks eru fleiri eða færri með- limir allra verkalýðsfélaga bæjarins — og þá ekki sízt þeir, sem við mikla örðugleika hafa háð, og unnið, víð- frægar vinnudeilur hér á undanförnum árum. Þeir eru komnir til þess að fylla upp eldmóð æskunnar með kunnáttu og orku hins reynda verkamanns og harðnaða í eldi stéttarbaráttunnar. —- Meðlimir verkalýðsfélags, sem um ára bil hafa forðazt Vsrkalýðshúsið eins og pestarbæli, mættu þar nú, með einlægum ásetningi um — hönd í hönd við „ofstopamennina“ — að veita yngsta verkalýðsfélagi bæjarins allt það lið, er þeir mættu. Formaður Alþýðuflokksins á Akureyri, sem jafn- framt er leiðandi maður í Verkalýðsfélagi Akureyrar — formaður Kommúnistaflokksins hér, sem jafnframt er leiðandi maður í Verkamannafélagi Akureyrar •— og erindreki Alþýðusambandsstjórnarinnar voru aðal- ræðumenn á fundinum. Og ræður þeirra hnigu allar í eina átt: 1 fullri einingu, með sameiginlegu átaki alls verkalýðsins að lyfta því taki, sem fyrir lá, að bæta lífskjör verksmiðjufólksins á Akureyri. Þessa fundar mun, án efa, verða minnzt sem merkis- viðburðar í sögu verkalýðshrevfingar Akureyrar -— sem vonglaðs tákns um gagnkvæman skilning og sam- hug eldri og yngri verkalýðs — sem vonglaðs tákns um baráttueiningu þess verkalýðs, sem urn árabil hefur ver- ið sundraður — jafnvel borizt á banaspjótum. Föstudaginn 5. nóv. boðaði Iðja til almenns verka- lýðsfundar í Samkomuhúsi bæjarins. Þann fund sóttu 500—600 manns. Og í beinu áframhaldi af fundinum í Verkalýðshúsinu var einnig þessi fundur glæsilegur vottur um einingarvilja og baráttuvilja akureyrska verkalýðsins. Ávöxtur þessarar einingar var líka mjög augljós. Ég hef áður lýst hvernig vinnustöðvunin fór fram án nokk- urra örðugleika. Vegna styrkleika þessarar baráttuein- ingar þorðu atvinnurekendur aldrei að gera minnstu tilraun til að hefja vinnu að nýju, í banni verkalýðs- samtakanna. Þegar Brúarfoss kom hér, meðal annars með vöru- slatta til K.E.A., fengu skipverjar fyrirmæli stéttarfé- laga sinna um að afgreiða ekki vörur til K.E.A., S.I.S. eða J. S. Kvaran. Auk þess voru hafnarverkamennirnir hér reiðubúnir til að hindra slíka afgreiðslu með valdi, ef á hefði þurft að halda. Vegna þessarar einingar sá Eimskip að hyggilegast var fyrir það að brjóta á engan hátt í bága við fyrirmæli verkalýðssamtakanna, en lagði á sig talsverða aukafyrirhöfn við að greina í sundur vörur til áðurnefndra fyrirtækja og til þeirra, sem utan við deiluna stöðu. Samkvæmt beiðni Eimskips voru þó ,,bannvörurnar“ losaðar úr Brúarfossi, svo skipið gæti notað lestarrúm sitt óhindrað. En þær voru ekki afhentar K.E.A. — heldur fluttar, í vörzlu verkfallsmanna, undir innsigli tollvarðar, og að fenginni skriflegri skuldbindingu af- greiðslumanns Eimskips um að þær skyldu ekki afhentar nema að fengnu leyfi verkalýðssamtakanna. Atvinnurekendum voru þannig allar bjargir bannað- ar. Einhuga og samtaka verkalýðurinn hafði öll þeirra ráð í hendi sér. Þegar K.E.A. síðar flúði á náðir heildsalanna í bæn- um til að fá sér „ódýrt“ hveiti, var það óðara stöðvað, og heildsölunum tilkynnt, að ef þeir á þann hátt gengju í bandalag gegn verkalýðssamtökunum, mundi vöru- flutningabanni skellt á þá einnig. Þegar Dettifoss skömmu síðar kom hér, hlaðinn vör- um til höfuðandstæðinga verkafólksins, í þessari vinnu- deilu, fór á sömu leið, að ekki var leyfð afgreiðsla á þeim, og höfðu atvinnurekendur engin ráð með að geta náð þeim, heldur voru þær sendar austur á Seyðisfjörð og skipað þar í land, í vörzlu verkalýðsfélagsins þar. Ekki heldur sáu atvinnurekendur sér nokkra leið til að koma um borð vörum, sem þeir höfðu ætlað sér að senda út með þessum skipaferðum. Sem sagt: Eining verkalýðsins reyndist það afl, sem atvinnurekendur stóðu ráðþrota fyrir. Og á meðan því afli var beitt samkvæmt einhuga ákvörðunum verkfalls- stj órnarinnar, var stöðug sókn af hálfu verkfallsmanna, sem á skömmum tírna hefði hlotið að brjóta til fulls á bak aftur stærilæti viðkomandi atvinnurekenda og knífni gagnvart verkafólkinu, og leitt til fullkomins sigurs verksmiðjufólksins í þessari vinnudeilu. Strauinlivörf En þá kom atvinnurekendum lið þaðan, sem sízt skyldi. Frá stjórn landssamtaka verkalýðsins, Alþýðu- sambandsstj órninni. Stjórn S.Í.S. og umboðsmenn þess hér höfðu frá upp- hafi vinnustöðvunarinnar sett sem skilyrði fyrir því, að þeir fengjust til viðræðu um lausn hennar, að létt yrði VINNAN 207
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.