Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Side 21

Vinnan - 01.09.1946, Side 21
SVEKRIll R R I S 'I J Á \ S S O \ : Alþýðusambandið SO ára I Þess er vart að vænta, að ellihrörnun geti, enn sem komið er, orðið heildarsamtökum íslenzkra verkamanna að aldurtila. Alþýðusamband íslands er á þessu ári að- eins þrítugt að aldri — sem sagt á bezta aldursskeiði. En áður en hið þrítuga afmælisbarn okkar fæddist höfðu þó áhugamenn í íslenzkri alþýðustétt gert nokkur drög að heildarsamtökum verkarrtanna. Samband Báru- félaganna, er voru hin fyrstu sjómannasamtök á Islandi, er viðleitni í þá átt, þótt veik væri. Árið 1907 er enn ein tilraun gerð til þess að koma á heildarsamtökum íslenzkra verkamanna. Það var Verkamannasamband íslands, er samdi mjög róttæka stefnuskrá í sósíalistísk- um anda. En sambandið leið út af eftir stutta stund, enda voru pólitísk og efnahagsieg skilyrði í landinu slík, að það gat ekki náð að festa rætur. En heimsstyrj- öldin mikla 1914—18 gjörbreytti öllum lífsháttum manna hér á landi. Verkalýðnum fjölgaði óðfluga, fólk- ið flykktist í æ ríkara mæli til hcfuðstaðarins og kaup- túna við sjávarsíðuna, dýrtíð stríðsins, sem hin snauða alþýða varð að bera ein, og stórgróðasöfnun atvinnu- rekenda, sem þeir stungu einir í sinn vasa, vakti slíka Ottó N. Þorláksson fyrsti forseti Alþýðu- sambands Islands ólgu með verkamönnum í kaupstöðum, að nú var loks komin fylling þess tíma, er unnt var að stofna víðtækari samtök með verkamönnum, en áður hafði reynzt til- tækilegt. Það er upphaf Alþýðusambands fslands, að nokkur Alþýðusambandið, sé óskapnaður, sem vegna innra ó- samræmis geti ekki á viðunandi hátt leitt stéttabaráttu verkalýðsins. Við höfum þess vegna barizt fyrir því, að greint yrði á milli pólitísku og faglegu starfseminnar, með því að myndað yrði sérstakt samband verkalýðs- félaganna, sem þrátt fyrir samsiarf við hinn pólitíska flokk, eða flokka, verkalýðsins, væri skipulagslega óháð þeim, og undir eigin stjórn. Forystumenn Alþýðuflokksins hafa kveðið þetta nið- ur eftir megni. Og síðasta þing Alþýðusambandsins er enn svo blint, að bjóða Kommúnistaflokknum samein- ingu á grundvelli þessa skipulags, óbreytts. En hvaða áhrif hafði þetta skipulag Alþýðusambands- ins á afstöðu þess til vinnudeilu verksmiðjufólksins? Þá, sem áður er lýst, að stjórn Alþýðusambands ís- lands, sveik öll loforð sambandsins um ótrauðan stuðn- ing við verksmiðjufólkið, til þess að stjórn Alþýðu- flokksins, gæti þar fyrir keypt sér og sínum flokki frið við „Framsókn“ og pólitíska aðstöðu. Skýrari mynd af afleiðingum þessa skipulags (eða skipulagsleysis) var naumast hægt að fá. Enda heyrðust fjölmargar raddir meðal verkfallsmanna, sem fordæmdu þetta — og munu við fyrsta tækifæri heimta, að þessu skipulagi verði breytt. Það er að vísu ýmislegt fleira athyglisvert í sambandi við þessa vinnudeilu. En hér verður látið staðar numið. — Hún hefur veitt verksmiðj ufólkinu nokkrar kjara- bætur — þrátt fyrir allt. En hún hefur alveg sérstaklega verið því — og öðrum verkalýð — þýðingarmikill skóli og þroskameðal. Iðja, sem fyrir deiluna var máttlaust félag, sem at- vinnurekendur neituðu að taka tillit til, er nú orðið afl, sem ekki verður gengið fram hjá. Og á grundvelli þeirr- ar viðurkenningar, sem Iðja hefur aflað sér — minn- ugt þeirra lærdóma, sem það hefur öðlazt í nýlokinni deilu — mun verksmiðjufólkið á Akureyri nota næsta tækifæri til að bæta kjör sín, svo sambærilegt verði til fulls við kjör verksmiðjufólks í Reykjavík. VINNAN 211

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.