Vinnan - 01.09.1946, Page 24
Hermann Guðmundsson
forseti frá 1944
Þing þetta gerði ýmsar ráðstafanir til að efla stofnun
nýrra verkalýðsfélaga, en að öðru leyti hnigu störf þess
fyrst og fremst að stjórnmálalegum efnum. Þingið sam-
þykkti tillögu um að fá borið fram á Alþingi frv. til
nýrra atvinnulaga, að réttlátari kj ördæmaskipun yrði
komið á með því að hækka tölu þingmanna í Reykja-
vík upp í 6 og þingmönnum fjölgað alls að sama skapi,
ennfremur var sambandsstjórninni falið að semja og
láta leggja fyrir næsta Alþing frv. til laga um sátta-
semjara í vinnudeilum milli verkamanna og vinnuveit-
anda. Loks samþykkti þingið að Alþýðusamband Is-
lands leitaði sem fyrst inngöngu í Alþjóðasamband
verkamanna og jafnaðarmanna, er það kæmist aftur í
lag og leitaði samvinnu við verkamenn og jafnaðar-
menn á Norðurlöndum.
A árabilinu 1920—1924 bættust Alþýðusambandinu
16 ný félög víðsvegar á landinu, af þeim voru 18 verka-
lýðsfélög og 4 jafnaðarmannafélög. En árið 1930 er
samkvæmt skýrslu sambandsstjórnar talið, að í sam-
bandinu séu 28 verkalýðsfélög með 5485 félagsmenn,
2 iðnfélög með 135 félagsmenn og 6 jafnaðarmanna-
félög með 332 félagsmenn. Félagatala var því 36 og
félagsmannatala alls 5952.
Það kom snemma í Ijós, að hin dreifðu og smáu
félög úti á landi áttu mjög erfitt uppdráttar í einangrun-
inni og vegurinn oft langur til sambandsstjórnar, og því
var það tekið til bragðs að stoína minni sambönd í
fjórðungunum öllum nema Sunnlendingafjórðungi. —•
Arið 1925 var Verkalýðssamband Norðurlands stofnað,
ári síðar Verkalýðssamband Ausíurlands og árið 1927
Verkalýðssamband Vesturlands. Fjórðungasambönd
þessi unnu verkalýðshreyfingunni hið mesta gagn, bæði
með stofnun verkalýðsfélaga og útgáfu blaðs, en ekki
sízt kom það einstökum verkalvðsfélögum að miklu
gagni þegar kaupdeilur voru og Alþýðusambandsstjórn-
in gat ekki veitt raunhæfa hjálp í verkföllum. I fjórð-
ungasamböndunum voru einnig mörg félög, sem af
ýmsum ástæðum voru ekki í eða vildu ekki vera í AI-
þýðusambandinu. Því þegar fram leið á þann áratug,
sem hér um ræðir, kom það æ betur í ljós, að ýms
verkalýðsfélög vildu ekki ganga í samband, sem hafði
ákveðna pólitíska stefnuskrá, þ. e. stefnuskrá Alþýðu-
floksins, og með inngöngu sinni í sambandið urðu að
gjalda samþykki sitt stjórnmálastefnu og stjórnmála-
framkvæmdum Alþýðuflokksins hvernig sem á stóð. —
Fyrir þá sök kinokuðu allmörg félög sér við að ganga
í Alþýðusambandið, og árið 1930 er talið, að um 30
skipulögð félög verkamannaa hafi staðið utan sam-
bandsins. Það var sem sagt að koma í ljós, að hið gamla
skipulagsform verkalýðshreyfingarinnar íslenzku sneið
henni of þröngan stakk, eins og málum var komið.
Þótt grundvallarkjör verkalýðsstéttarinnar séu í flest-
um efnum hin sömu og skapi henni því sameiginlega
hagsmuni, þá fer þó fjarri því, að allir verkamenn hugsi
eins í pólitískum efnum. Innan verkalýðsstéttarinnar
hrærast hinar sundurleitustu stjórnmálaskoðanir, allt
frá kolsvörtu íhaldi til rauðasta kommúnisma. Það eru
því litlar Ifkur á, að hægt sé að sameina alla hina vinn-
andi stétt í samtökum, sem hafa ákveðinn pólitískan lit.
Það er ekki hægt án tafar að fylkja allri verkalýðsstétt-
inni undir fána sósíalismans. En það er hægt að fylkja
allri verkamannastéttinni inn í samtök, sem vinna að
verndun lífskjara hennar, að bættum launum og lífs-
skilyrðum. A faglegu sviði er sem sagt hægt að sam-
eina alla verkamenn í sömu samtökum, hversu mikið
sem þeim kann annars að bera á milli í stj órnmálum,
trúmálum o. s. frv. Þar sem þróun þjóðfélagsins er
komin á það stig, að sameining alls verkalýðsins í hags-
munasamtökum er orðin söguleg nauðsyn, þá er það
einnig söguleg nauðsyn að skapa þeim slík samtök. Bar-
áttan um breytingu á skipulagi hinna íslenzku heildar-
samtaka verkalýðsins var sprottin af þessari nauðsyn.
Þessi barátta var bæði hörð og löng og lauk svo, að
slitin voru þau tengsl, sem bundu saman Alþýðuflokk-
inn og Alþýðusambandið.
Á 7. þingi Alþýðusambandsins, sem háð var 1926,
voru gerðar ályktanir í þá átt að athuga breytingar á
Bjarni Þórðarson
forseti A. S. A.
214
VINNAN