Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Side 25

Vinnan - 01.09.1946, Side 25
Einar Olgeirsson einn bezti brautryðj- andi verkalýðshreyfing- arinnar á Norðurlandi skipulagi verkalýðssamtakarma, og var skipuÖ milli- þinganefnd í því skyni, er skyldi bera fram tillögur sínar á verkalýðsmálaráðstefnu, er haldin skyldi næsta ár. Verkalýðsráðstefna þessi kom saman í júní 1927 í Reykjavík. Mættu þar alls 14 fulltrúar frá verkalýðs- samböndunum og fulltrúaráðum verkalýðsfélaganna í Reykjavík og Vestmannaeyjum, auk stjórnar Alþýðu- sambands Islands. Það var eitt fyrsta verk ráðstefn- unnar að skipa nefnd til að athuga skipulagsmál sam- bandsins, og voru kosnir í hana: Tón Baldvinsson, Einar Olgeirsson og Haraldur Guðmundsson. Haraldur Guð- mundsson hafði framsögu fyrir nefndinni og lagði fram svohljóðandi nefndarálit og tillögur: Nefndin hefur tekið til athugunar tillögur þær til skipulagsbreytinga, er lagðar voru fyrir síðasta sam- bandsþing, og er hún öll þeirrar skoðunar, að ekki sé ráðlegt nú þegar að gera svo gagngerar breytingar á skipulagi verkalýðssamtakanna, sem þar er til ætlast. Að hafa landssamböndin tvö, Alþýðusamband og verka- málasamband, mundi óumflýjanlega hafa allmikinn aukinn kostnað í för með sér. Jaínaðarmannafélög eru tiltölulega fá og fámenn og mundi því styrkur stjórn- málasambandsins verða lítill, ef þau ættu að vera aðal- efniviðir þess. Einnig má gera ráð fyrir að verklýðsfé- lögum mörgum hverjum fyndist gengið á rétt sinn og dregið úr áhrifum þeirra á stjórnmálastarfsemi flokks- ins, ef þau væru svipt réttindum til þess að eiga sjálf fulltrúa á þingi Alþýðusambancisins (stjórnmálasam- bandsins). Meðan samtökin eru í bernsku verður jafnan auðveldast að vekja stéttarmeðvitund og stjórnmála- áhuga verkalýðsins með því að +aka fyrst upp baráttu um kaup og kjör á hverjum stað. Hinsvegar er nefnd- inni það ljóst, að brýn þörf er á að aðgreina betur en gert hefur verið til þessa verkamálastarfsemi og stjórn- málastarfsemi flokksins í heild sinni. Á síðasta sam- bandsþingi voru lögð nokkur drög að þessari aðgrein- ingu með því að leggja fyrir sambandsstjórn að velja sérstaka verkamálastjórn og að boða til þessarar verka- málaráðstefnu. Telur nefndin rétt að sjá, hvernig fyrir- komulag þetta reynist og á hvern hátt hagkvæmast er að sameina starf fjórðungssambandanna áður en ráðist er í að gera stórfelldar breytingar á skipulagi flokksins. Tillögur nefndarinnar eru þesrjar: 1) Sambandsstjórn velur (að loknu sambandsþingi) úr sínum hóp þriggja manna verkamálastjórn. Skal hún milli þinga annast um framkvæmdir á öllum þeim verk- lýðsmálefnum, sem falla undir sambandsstjórn í sam- ráði við hana. Sérstaklega skal verkamálastjórnin vinna að því, að koma á samvinnu félaga í kaupgjaldsmálum og safna skýrslum og birta um kaupgjald sem víðast í landinu. 2) Verkamálastjórnin boðar til verkamálaráðstefnu annað hvort ár. Þar eiga sæti auk hennar og forseta Al- þýðusambandsins: Aðalstjórnendur fjórðungssamband- anna, framkvæmdastjórn fulltrúaráðsins í Reykjavík, 1 fulltrúi frá fulltrúaráði Hafnarfjarðar, Vestmanna- eyja og Árnessýslu hverju um sig og einn fulltrúi fyrir félögin vestan Reykjavíkur, Snæfellsnessýslu. Ráðstefn- an skal sérstaklega vinna að því að koma í fast horf sam- vinnu fjórðungssambandanna og einstakra félaga um verklýðsmál. Hún getur engar bindandi samþykktir gert fyrir flokkinn né lagabreytingar. Ráðstefnan skal haldin ýmist í Reykjavík, á Ísaíirði, Akureyri, Seyðis- firði eða Norðfirði, sitt árið í hverjum fjórðungi. 3) Sambandsfélög í fjórðungi hverjum, nema Sunn- lendingafjórðungi, mynda fjórðungssamband. Það heldur þing annaðhvort ár. Þingið setur fjórðungs- samböndum reglur, er sambandsstjórn samþykkir, og kýs stjórn, sem milli þinga annast um þau mál, sem sér- staklega snerta félögin í þeim fjórðungi. Fulltrúar til fjórðungssambandsþinga skulu kosnir eftir sömu regl- um og til sambandsþings. Meðan ekki er ákveðin til fullnustu afstaða fjórðungssambandanna til Alþýðu- VINNAN 215

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.