Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Qupperneq 25

Vinnan - 01.09.1946, Qupperneq 25
Einar Olgeirsson einn bezti brautryðj- andi verkalýðshreyfing- arinnar á Norðurlandi skipulagi verkalýðssamtakarma, og var skipuÖ milli- þinganefnd í því skyni, er skyldi bera fram tillögur sínar á verkalýðsmálaráðstefnu, er haldin skyldi næsta ár. Verkalýðsráðstefna þessi kom saman í júní 1927 í Reykjavík. Mættu þar alls 14 fulltrúar frá verkalýðs- samböndunum og fulltrúaráðum verkalýðsfélaganna í Reykjavík og Vestmannaeyjum, auk stjórnar Alþýðu- sambands Islands. Það var eitt fyrsta verk ráðstefn- unnar að skipa nefnd til að athuga skipulagsmál sam- bandsins, og voru kosnir í hana: Tón Baldvinsson, Einar Olgeirsson og Haraldur Guðmundsson. Haraldur Guð- mundsson hafði framsögu fyrir nefndinni og lagði fram svohljóðandi nefndarálit og tillögur: Nefndin hefur tekið til athugunar tillögur þær til skipulagsbreytinga, er lagðar voru fyrir síðasta sam- bandsþing, og er hún öll þeirrar skoðunar, að ekki sé ráðlegt nú þegar að gera svo gagngerar breytingar á skipulagi verkalýðssamtakanna, sem þar er til ætlast. Að hafa landssamböndin tvö, Alþýðusamband og verka- málasamband, mundi óumflýjanlega hafa allmikinn aukinn kostnað í för með sér. Jaínaðarmannafélög eru tiltölulega fá og fámenn og mundi því styrkur stjórn- málasambandsins verða lítill, ef þau ættu að vera aðal- efniviðir þess. Einnig má gera ráð fyrir að verklýðsfé- lögum mörgum hverjum fyndist gengið á rétt sinn og dregið úr áhrifum þeirra á stjórnmálastarfsemi flokks- ins, ef þau væru svipt réttindum til þess að eiga sjálf fulltrúa á þingi Alþýðusambancisins (stjórnmálasam- bandsins). Meðan samtökin eru í bernsku verður jafnan auðveldast að vekja stéttarmeðvitund og stjórnmála- áhuga verkalýðsins með því að +aka fyrst upp baráttu um kaup og kjör á hverjum stað. Hinsvegar er nefnd- inni það ljóst, að brýn þörf er á að aðgreina betur en gert hefur verið til þessa verkamálastarfsemi og stjórn- málastarfsemi flokksins í heild sinni. Á síðasta sam- bandsþingi voru lögð nokkur drög að þessari aðgrein- ingu með því að leggja fyrir sambandsstjórn að velja sérstaka verkamálastjórn og að boða til þessarar verka- málaráðstefnu. Telur nefndin rétt að sjá, hvernig fyrir- komulag þetta reynist og á hvern hátt hagkvæmast er að sameina starf fjórðungssambandanna áður en ráðist er í að gera stórfelldar breytingar á skipulagi flokksins. Tillögur nefndarinnar eru þesrjar: 1) Sambandsstjórn velur (að loknu sambandsþingi) úr sínum hóp þriggja manna verkamálastjórn. Skal hún milli þinga annast um framkvæmdir á öllum þeim verk- lýðsmálefnum, sem falla undir sambandsstjórn í sam- ráði við hana. Sérstaklega skal verkamálastjórnin vinna að því, að koma á samvinnu félaga í kaupgjaldsmálum og safna skýrslum og birta um kaupgjald sem víðast í landinu. 2) Verkamálastjórnin boðar til verkamálaráðstefnu annað hvort ár. Þar eiga sæti auk hennar og forseta Al- þýðusambandsins: Aðalstjórnendur fjórðungssamband- anna, framkvæmdastjórn fulltrúaráðsins í Reykjavík, 1 fulltrúi frá fulltrúaráði Hafnarfjarðar, Vestmanna- eyja og Árnessýslu hverju um sig og einn fulltrúi fyrir félögin vestan Reykjavíkur, Snæfellsnessýslu. Ráðstefn- an skal sérstaklega vinna að því að koma í fast horf sam- vinnu fjórðungssambandanna og einstakra félaga um verklýðsmál. Hún getur engar bindandi samþykktir gert fyrir flokkinn né lagabreytingar. Ráðstefnan skal haldin ýmist í Reykjavík, á Ísaíirði, Akureyri, Seyðis- firði eða Norðfirði, sitt árið í hverjum fjórðungi. 3) Sambandsfélög í fjórðungi hverjum, nema Sunn- lendingafjórðungi, mynda fjórðungssamband. Það heldur þing annaðhvort ár. Þingið setur fjórðungs- samböndum reglur, er sambandsstjórn samþykkir, og kýs stjórn, sem milli þinga annast um þau mál, sem sér- staklega snerta félögin í þeim fjórðungi. Fulltrúar til fjórðungssambandsþinga skulu kosnir eftir sömu regl- um og til sambandsþings. Meðan ekki er ákveðin til fullnustu afstaða fjórðungssambandanna til Alþýðu- VINNAN 215
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.