Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Page 30

Vinnan - 01.09.1946, Page 30
HENDRIK OTTOSOM: Hásetaverkfallið 1916 Fyrstu stéttasamtök íslenzkra sjómanna, Bárufélögin, höfSu á árunum 1894 til 1909 staðiö drengilega á verði í hagsmunabaráttu sjómanna og hrundið margri hat- rammri árás útgerðarmanna og annarra atvinnurek- enda gegn samtökum þeirra manna, sem alla tíð höfðu orðið harðast úti í lífsbaráttunni og engra réttinda notið í þjóðfélaginu. Bárufélögin leystust upp í lok fyrsta tugs þessarrar aldar og stóð þá sj ómannastéttin berskjölduð og útgerðarmenn gátu skammtað þeim kaup og vinnu- skilyrði eftir eigin geðþótta, enda var það líka gert. ■—- Verkamannafélagið Dagsbrún var eina félagið í Reykja- vík, sem nokkru gat ráðið um kaupgjald lægstlaunað- asta hluta verkalýðsins, en hún átti fullt í fangi að vernda hagsmuni félagsmanna sinna og gat ekki ráðist í deilur vegna annarra. Á árunum fyrir heimsstyrjöldina fyrri hafði togara- floti íslenzkra útgerðarmanna aulcizt mjög og munu þeir hafa verið um tuttugu þegar styrjöldin brauzt út. —- Stærstu félögin voru Alliance, Kveldúlfur og Island. Utgerðarmenn höfðu með sér félagsskap, en sjómenn engan, enda voru vinnuskilyrði og kaupgreiðsla eftir því. Lífiö á togurunum var með allt öðrum hætti en á skútunum og opnu skipunum. Togaraveiðar voru nokk- urskonar stóriðja, sem Islendingar höfðu tekið upp eftir Bretum. Það er óhætt að segja, að fæði á togurunum hafi skarað langt fram úr því, sem skútumenn hafi nokkurntíma dreymt um, en vinnutíminn á togurum var aftur á móti með slíkum endemum, að furðulegt virðist nú að ekki skuli meira en 25 ár frá því að Al- þingi setti lög, sem bönnuðu lengri vökur en 18 tíma samfleytt. Vinnutíminn var ótakmarkaður. 2—3 sólar- hringar án svefns var algengt. Stundum voru sjómenn svo úrvinda er þeir settust að snæöingi, að þeir duttu fram á borðiö um leið og þeir tylltu sér niður. Kaupið var lágt og trygging lítil og hjá sumum engin. Vorið 1915 kom Ólafur Friðriksson til Reykjavíkur og gerðist ritstjóri vikublaðsins Dagsbrúnar. Ólafur var brennandi áhugamaður og hvatti allan verkalýð til baráttu fyrir sósíalisma. Var þá vorhugur í íslenzkum verkalýð. Haustið 1915 gekkst Jón Guðnason sjómaður (nú fisksali) fyrir stofnun Hásetafélags. Ólafur Friðriksson tók drjúgan þátt í undirbúningi að félagsstofnuninni. Hendrik Ottoson Stofnfundur félagsins var haldinn 23. okt. 1915 og voru þar samþykkt lög, en stjórnin var kosin á framhalds- stofnfundi 29. okt. Formaður var kosinn Jón Bach sjómaður, en aðrir stjórnarmenn voru þeir Ólafur Frið- riksson, Jón Einarsson yngri, Björn Bl. Jónsson, Guð- mundur Kristjánsson, Jósep Húnfjörð og Guðleifur Hjörleifsson.* Eins og að líkindum lætur lét íélagið sig þegar í upp- hafi miklu skipta kjör háseta á íiskiskipum og þá auð- vitað fyrst og fremst togaraháseta. Fast kaup togara- háseta var um 70 krónur á mánuði, en auk þess bar há- setum og yfirmönnum utan vélarúms það fé, sem fékkst fyrir sölu lifrar. I byrjun var bað ekki mikið og létu útgerðarmenn sér í léttu rúmi liggja hvar það lenti, en þegar heimsstyrjöldin hófst, tók hfur að stíga í verði og í ársbyrjun 1916 neituðu útgerðarmenn að fallast á eignarrétt sjómanna yfir lifrinni. Þá var gerður bráða- birgðasamningur milli Hásetafélagsins og Félags ís- lenzkra botnvörpuskipaeigenda (16. febrúar 1916) og skyldi hann gilda til mánaðamóta apríl-maí. Var lifrar- verðið ákveðið kr. 35.00 fyrir fatið og skyldi það greitt sjómönnum sem fyrr. Þegar samningstíminn var um það bil útrunninn, mátti greinilega merkja það á út- gerðarmönnum, að þeir myndu ætla að þrengja rétti * 5 þessara manna eru á lífi, en tveir eru látnir fyrir mörgum árum, þeir Guðleifur Hjörleifsson og Jón Einarsson. 220 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.