Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Page 35

Vinnan - 01.09.1946, Page 35
Verkfallsmenn á Torfunefs- bryggju eftir að hafa hindrað afgreiðslu Dettifoss arinnar, og sönnuðu áþreifanlega, að hún svífst einskis, þegar hún telur sérréttindum sínum teflt í voða. Mörg vitnin, sem leidd voru fyrir rétt til að reyna að sanna sakir á verkfallsmenn, urðu tvísaga og sum margsaga. Einn verkamaður var fangelsaður nokkrum dögum eftir deiluna. í einu réttarhaldinu réðist eitt réttarvitnið með brigslyrðum á einn hinna ákærðu. Eitt vitnið gugnaði við að vinna eið að framburði sínum. Annað vitni tók aftur fyrri framburð sinn. Þriðja vitnið sór að einn verkfallsmanna hefði haft í huga að rífa sig! AS loknum þessum fáheyrÖu réttarhöldum voru haf- in málaferli gegn tugum verkamanna og verkakvenna og síðan uppkveðnir dómar gegn 7 manns á Akureyri og 50—60 manns á Siglufirði. Þóroddur Guðmundsson og Aðalbjörn Pétursson voru dæmdir í 5 mánaða fangelsi, óskilorðsbundið, og Gunnar Jóhannsson í 4 mánaða, óskilorösbundið. A Akureyri var Jón Rafnsson dæmd- ur í 60 daga fangelsi, óskilorsðbundið, Jakob Árnason, Elísabet Eiríksdóttir, Sigþór Jóhannsson og 3 aðrir dæmd í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið. Kaupdeila þessi var einstök í sinni röð hér á landi. Aldrei áður í sögu verkalýðshreyfingarinnar hafði ver- ið háð svo harövítug og víðtæk samúðarbarátta. Þrátt fyrir stundarsigra sína varð hin þríhöföaöa fylking stéttarandstæðinganna að láta undan, viður- kenna rétt verkalýösins á Borðeyri og V. S. N. sem samningaraðila fyrir hönd verkalýðsins. Deila þessi sýndi ei aðeins hinn mikla samtakamátt og stéttar- þroska, er verkalýðurinn hafði yfir að ráða. Hún sýndi jafnframt deginum ljósara hversu aðkallandi sú nauðsyn var orðin, að breyta Alþýðusambandi íslands í raun- verulegt verkalýðssamband, lagalega óháð stjórnmála- flokkum. VINNAN Hópur hvítliða á Tuliníusar- bryggju 225

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.