Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Qupperneq 37

Vinnan - 01.09.1946, Qupperneq 37
menn til tunnusmíðisins fyrir þau kjör, sem bæjar- stjórnin vildi hafa og áður er !ýst — og gæti bæjar- stjórnin þá látið verkamannafélagið sigla sinn sjó með sinn fordæmda kauptaxta. Leið nú fram á miðjan vetur svo, að beðið var eftir tunnuefninu. Bættist þá enn á örðugleika Verkamanna- félags Akureyrar með því, að Evlingur Friðjónsson og Halldór bróðir hans, sem tapað höfðu völdum í félag- inu árið áður, framkvæmdu hinn illræmda klofning í félaginu. Tókst þeim að fá 80—90 manns til að ganga úr félaginu, og stofnuðu annað verkamannafélag — „Verklýðsfélag Akureyrar“. Hljóp þáverandi stjórn Al- þýðusambandsins (Alþýðuflokksins) undir bagga með þeim og rak Verkamannafélag Akureyrar úr Alþýðu- sambandinu, en tók klofningsfélagið inn. Átti nú sjá- anlega að láta kné fylgja kviði gegn „kommúnistun- um“ í Verkamannafélagi Akureyrar og sjá um, að það fengi ekki staðið gegn launaárás bæjarstjórnarinnar. Málgagn Alþýðuflokksins á Akureyri, „Alþýðumað- urinn“, reyndi á allan hátt að gylla fyrir verkamönnum boð bæjarstjórnarinnar — en hrópaði ókvæðisorðum að „verkalýðsmálaglæpamönnunum í Verkamannafélagi Akureyrar“, sem væru að reyna að „svipta félagsmenn betri atvinnu en þeir gátu vænzt að fá á nokkurn ann- an hátt.“ Þrátt fyrir allt þetta lét Verkamannafélag Akureyrar ekki bugast, heldur ákvað að halda fast við kröfu sína um taxtakaup við tunnusmíðið og beita allri orku til að knýja það fram. Baráttuaðferðin Nú leið að þeim tíma, að helmingur tunnuefnisins skyldi koma til Akureyrar, með e.s. „Novu“. Varð því verkamannafélagið að ákveða baráttuaðferð sína í þessu deilumáli við bæj arstj órnina. Ef tunnuefninu var skip- að í land og flutt í geymslurúm tunnuverksmiðjunnar, þar sem það var tiltækt hvenær sem var, mátti búast við, eins og í pottinn var búið, með klofna verkalýðs- hreyfingu bæjarins og pólitískt félag, sem hafði boðizt til að útvega taxtabrjóta, að myndast gæti langvarandi hernaðarástand um verksmiðjuna, þar sem verkalýður- inn berðist innbyrðis — annars vegar verkamenn úr hinu nýja klofningsfélagi þeirra Friðjónssona, sem vildu vinna samkv. kjörum þeim, er bæjarstjórnin bauð — hinsvegar verkamenn úr Verkamannafélagi Akur- eyrar, sem höfðu ákveðið að knýja fram taxta sinn við þessa vinnu eins og aðra. Gætu þá fulltrúar atvinnu- rekenda í bæj arstj órninni farið sér að öllu rólega og horft kampakátir á bróðurvíg verkalýðsins — því ekk- ert lá þeim á að framkvæma tunnusmíðið. Verkamannafélagið ákvað þess vegna að hindra af- greiðslu „Novu“ og leyfa ekki, að tunnuefnið eða aðr- ar vörur, sem koma áttu með henni til Akureyrar, væri flutt í land fyrr en bæjarstjórnin hefði samið við Verkamannafélag Akureyrar um launakjör verkamann- anna við tunnusmíðið. Var nú þessi vinnustöðvun undirbúin svo sem föng voru á. Verkakvennafélagið „Eining“ ákvað að taka þátt í deilunni og Verkamannafélag Siglufjarðar lof- aði stuðningi sínum, ef til þyrfti að taka, og svo gerðu fleiri ve>rkalýðsfélög innan Verklýðssambands Norður- lands. V innustöðvunin Um kl. 10 f. h. að morgni þriðjudagsins 14. marz lagðist „Nova“ að Torfunefsbrvggjunni á Akureyri. Var bryggjan þá alveg troðfull af fólki. Höfðu verk- lýðsfélögin fjölmennt og skipulagt lið karla og kvenna til vinnustöðvunarinnar. Var liðinu skipt í allmarga hópa og sérstakur fyrirliði í hverjum hópi en síðan sameiginleg stjórn fyrir öllu liðinu. Var hverjum hópi skipað á ákveðinn stað til vörzlu, svo sem við land- Mannsöfnuðurinn á Torfunefsbryggju og uppfyllingunni ViNNAN 227
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.