Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Page 39

Vinnan - 01.09.1946, Page 39
og nætur, allan þann tíma, sem „Nova“ lá á Pollinum. Jafnframt var fjöldi manns að staðaldri í Verklýðshús- inu, en flokksforingjar ábyrgir tyrir að ná fyrirvara- laust í liðsmenn sína, sem heim fóru, hvenær sem til þyrfti að taka. Varð hvergi veila í liði verkfallsmanna, heldur lögðu menn á sig með glöðu geði erfiðar verk- fallsvaktir, nætur sem daga, í hörkufrosti og stundum hríðarbyl. Og ekki létu menn heldur hræðast, þótt of- stækisfull fífl í liði andstæðinganna ógnuðu verkfalls- vörðum með sveðjum og jafnvel beindu að þeim byssu- skotum. Bæjarstjórnin fékk því ekkert færi á að láta afgreiða „Novu“, og að morgni 18. marz var hún látin fara, áleiðis til Siglufjarðar. Þnffur Siglfirðinga Eins og áður er getið, hafði Verkamannafélag Siglu- fjarðar heitið verkamönnum á Akureyri stuðningi í deilu þessari. Þegar „Nova“ kom þangað, fékk hún því ekki heldur afgreiðslu þar, fyrr en skipstjórinn hafði undirskrifað skuldbindingu um, að Akureyrarvörunum — tunnuefninu og öðrum vörum — skyldi ekki skipað neins staðar í land í banni Verkamannafélags Akur- eyrar eða Verkamannafélags Siglufjarðar. Var að þessu ómetanlegur styrkur fyrir verkfallsmenn á Akureyri, því eftir það gat „Nova“ yfirleitt ekki losnað neins stað- ar við Akureyrarvörurnar, án samþykkis viðkomandi verkalýðsfélaga, nema með því að svíkja samninginn og kalla þannig almennt afgreiðslubann yfir Bergenska gufuskipafélagið. Var ekki líklegt, að skipstjórinn vildi leiða slík vandræði yfir félag sitt — enda fór svo, að hann gerði ekki tilraun til að losna við bannvörurnar hvorki á ísafirði né í Reykjavík. Að vísu fór Héðinn Valdimarsson þess á leit við Dagsbrúnarmenn, að þeir skipuðu upp Akureyrarvörunum, en fékk hinar verstu undirtektir og varð „Nova“ að snúa þar við, með Ak- ureyrarvörurnar innanborðs. Herhvaðning borgaranna Það kom glöggt í iljós, að bæjarstjórnin ætlaði sér að nota tímann meðan „Nova“ fór á venjulegar við- komuhafnir sínar vestur um til Reykjavíkur, til þess að safna auknu liði og reyna enn að afgreiða skipið, í banni verkalýðsfélaganna, þegar það kæmi í bakaleið- inni. Lét nú bæjarfógeti bera út til mörg hundruð manna í bænum svohljóðandi skipunarbréf: Steingrímur Jónsson Bæj arfógeti Akureyrarkaupstaðar Sýslumaður Eyjafjarðarsýslu kunngjörir: í tilefni af uppþoti því, er varð 14. þ. m. á Torfunefsbryggju, og samkvæmt tilmælum bæjarstjórn- ar Akureyrar, eruð þér, herra N. N., hér með skipaður aðstoðarlögreglumaður hér í kaupstaðnum fyrst um sinn, og eftir því, sem þörf krefur. Til staðfestu nafn mitt og embættisstimpill. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstaðar 17. marz 1933 Steingrímur Jónsson (sign.) I skipunarbréfinu stendur, að herútboð þetta sé gert „samkvæmt tilmælum bæj arstj órnar Akureyrar“. Þó hafði meirihluti bæjarfulltrúanna neitað kröfu verk- fallsmanna um að halda bæjarstjórnarfund til að ræða deilumálin. Bæjarstjórnin hafði því alls enga formlega ákvörðun getað tekið, hvorki um þetta né annað, varð- andi deiluna. Einnig er vert að vekja athygli á því, að vörður „laga og réttar“ telur hlýða, að hann hlaupi eftir „tilmælum“ örfárra broddborgara um það að kveðja saman, í embættis nafni, fjölmennt herlið til þess að reyna að berja niður hógværar kaupkröfur verkamanna. Eftir ósigur hvítliðanna VINNAN 229

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.