Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Síða 41

Vinnan - 01.09.1946, Síða 41
GUÐJÓN BENEDIKTSSON: Garnaslagnrínn 1930 Hinn 11. des. 1930 hlýtur lengi að verða talinn merk- ur dagur í sögu íslenzkrar verkaiýðsbaráttu. Þann dag var lögreglan í Reykjavík send á vettvang til þess að reyna að brjóta á bak aftur með ofbeldi verkfall verka- kvenna við Garnastöð S.I.S. og flutningabann Dags- brúnar til stuðnings verkakonunum. Tilefni verkfallsins var brot vinnuveitandans á gildandi kauptaxta verka- kvenna. Dagsbrúnarmenn hrundu árás lögreglunnar. í fyrstu verkföllum, sem við miðaldra menn og eldri mununr vel eftir, var það mjög tiít, að atvinnurekendur reyndu að láta vinnu halda áfram þrátt fyrir verkfallið. Voru þá óstéttvísustu verkamennirnir fengnir með illu eða góðu til að halda vinnunni áfram, og ýmsir úr öðr- um stéttum fengnir til að vinna með þeim og standa vörð um þá, til að verja þá fyrir verkfallsmönnunum, sem oft urðu þá að beita harðfylgi, til þess að verkfallið yrði ekki brotið á bak aftur, af þessum oft og einatt óviðkomandi aðskotadýrum. Þetta leiddi oft til handa- lögmáls, er gengið var að með kappi og ötulleik unz sigur vannst og samkomulag náðist í deilunni. I slíkum átökum kom það oft fyrir, að lögreglan var kölluð á vettvang, til að stilla til friðar og koma í veg fyrir að meiðsli hlytust af ,eins og það var kallað, þótt sjaldan reyndist mikill friður stafa af nærveru hennar, enda taldi hún sér oftast skyldara að vernda verkfallsbrjótana en verkalýðssamtökin. Algengustu verkföllin voru háð um launahækkun, sem atvinnurekendur vildu ekki ganga að, eða kaup- lækkanir, sem verkalýðsfélögin vildu ekki viðurkenna. En garnadeilan svonefnda var af öðrum toga spunn- in. Þar var ekki verið að knýja íram kauphækkun, því kauptaxti Verkakvennafélagsins Framsóknar var viður- kenndur af atvinnurekendum, og hvorki fóru atvinnu- rekendur fram á kauplækkun, ns Verkakvennafélagið fram á kauphækkun, heldur var hér um hreint taxtabrot að ræða af hendi eins atvinnufvrirtækis, Garnahreins- unarstöðvarinnar, sem var eign Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Ekki er ólíklegt að hér hafi átt að þreifa fyrir sér um laUnalækkun almennt, og þá ekki óhyggilega af stað farið að byrja á verkakonum, því þeirra félag var ekki eins þjálfao í stéttabaráttunni og Sjómannafélag Reykjavíkur og Verkamannafélagið Dagsbrún; sömuleiðis var hyggilegt fyrir atvinnurek- Guðjón Benediktsson endur að láta S.I.S. hefja sóknina, því Framsóknar- flokkurinn var þá í stjórnarsamvinnu við Alþýðuflokk- inn, og mátti því búast við mildari tökum á S.Í.S. en öðrum atvinnurekendum. Þegar er vinna hófst í garnastöðinni um haustið, var konunum greiddir kr. 0,70 um fimann, í stað kr. 0,80, sem var gildandi taxti Verkakvennafélagsins. Verka- kvennafélagið gerði fljótlega gangskör að því að fá leiðréttingu á þessu taxtabroti, en fékk það svar, að hærra yrði ekki greitt, og þær sem ekki vildu vinna fyrir þetta kaup, mættu fara, því nógar væru til, sem vildu vinna fyrir þennan taxta. Var svo málinu vísað til Alþýðusambands íslands til frekari aðgerða og leiðréttingar. I þann tíð sat hér að völdum stjórn Framsóknar- flokksins með hlutleysi Alþýðuflokksins eins og fyrr er getið. Þeir þingmenn er Alþýðuflokkurinn átti þá á þingi, voru flestir eða allir í stjórn Alþýðusambands íslands, því þá var stjórn Alþýðuflokksins og Alþýðu- sambandsins eitt og hið sama. Aítur á móti var stjórn S.I.S. í höndum Framsóknarmanna eins og enn er. Var því um raunverulega deilu að ræða milli stj órnarflokk- anna. í fljótu bragði virtist ekki þurfa svo lengi að bíða eftir lausn þessa máls og raun varð á, þar sem stjórnar- flokkurinn gekk svo hatramlega gegn einu grundvallar- stefnuskráratriði stuðningsflokksins. En þá sást greini- lega, hve sú braut gat verið hál, að verkalýðssambandið og stjórnmálaflokkurinn lytu sömu stjórn. Stjórn flokks- ins hafði samningsbundizt öðrum flokki, sem sýndi VINNAN 231
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.