Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Síða 43

Vinnan - 01.09.1946, Síða 43
ÞOKSTKIW PÉTURSSON: Mimdi nóvember 1932 Enginn einn atburður í sögu ísienzkra verkalýðssam- taka hefur greypt sig jafn eftirminnilega inn í hug ís- lenzkrar alþýðu og atburðir þeir, er gerðust í Reykja- vík 9. nóvember 1932. Átökin 9. nóvember voru há- mark þeirrar baráttu, er verkalýður Reykjavíkur hafði þá háð árum saman við valdhafa ríkis og bæjar. Bar- átta þessi var tvímælalaust þungamiðjan í allri hags- munabaráttu alþýðunnar á þessu tímabili. Þá var kjör- orð fjöldans vinna og brauð, og þúsundir verkamanna áttu líf sitt undir því, að hægt væri að knýja valdhafana til þess að verða við frumstæðasta rétti hvers manns, réttindum til þess að vinna. Afstaða valdhafanna var alltaf sú sama, að þrjóskast við öllum kröfum alþýð- unnar um vinnu. Á sama tíma og yfirvöldin báru því við að ekki væru til peningar lil þess að láta vinna fyrir, var eytt hundruðum þúsunda til þess að efla lög- regluna og koma á fót hvítliðahersveitum til þess að geta mætt alþýðunni með vopnum, ef hún dirfðist að nota samtakamátt sinn til þess að knýja fram kröfur sínar um atvinnu. Þá eyddi bæjarstjórnarafturhaldið í Reykjavík offjár á ári hverju í „fátækrastyrk“ til full- vinnandi manna, sem ekkert þráðu meir en það, að mega vinna fyrir sér. — Jafnframt þessu var klif- að á kreppu, dýrtíð og háu kaupgjaldi í öllum blöð- um borgarastéttarinnar. Hin andlega barátta gegn al- þýðunni, sem vildi vinna og skapa sjálfri sér og þjóð- inni betri lífsskilyrði, var heldur ekki látin liggj a í lág- inni. Verkamönnum var sí og æ brigslað um það að þeir nenntu ekki að vinna, á sama tíma og þúsundir verkamannaheimila sveltu vegna þess eins, að þeir fengu ekki að vinna. 011 ráð voru notuð til þess að reyna að brjóta á bak aftur kauptaxta verkalýðsfélaganna. Verka- menn voru sviknir um kaup sitt af ýmsum fjárglæfra- mönnum, það var ekki óalgengt fyrirbæri, að atvinnu- rekendur greiddu verkamönnum kaup með rakvélablöð- um, silkisokkum og alls konar öðru einskisnýtu og ó- seljanlegu skrani, stórbændur þóttust gera vel að taka verkamenn sem matvinnunga yfir veturinn og þess voru jafnvel dæmi, að reynt var að fá verkamenn til þess að vinna í grjótvinnu gegn því einu að fá „ókeypis“ vinnu- vettlinga. — Þá efndi Morgunblaðið til samkeppni um fyrirmyndarmatseðil fyrir almúgamenn. Árangurinn varð sá, að því var slegið föstu, og verðlaunað, að hægt Þorsteinn Pétursson væri að fæða 5 manna fjölskyldu fyrir 3—4 krónur á dag. Árið 1931 voru meðaltekjur verkamanna ca. kr. 1800.00 á ári, en framfærslukostnaður 5 manna fjöl- skyldu kr. 4187.00 á ári, tímakaup var þá kr. 1.36. Þetta sama ár lagði Reykj avíkurbær fram kr. 28.410.00 til atvinnubótavinnu í Reykjavík og ríkissjóður kr. 15,- 000.00, samtals kr. 43.410.00. Þannig var ástandið 1931, og það er óhætt að fullyrða að það var mun verra árið 1932. Þannig voru hinar hagsmunalegu ástæður reykvískrar alþýðu á þessu tímabili. Það þarf enginn að undrast, þótt verkamenn vildu ekki una þessu sultarlífi. Þeim var það ljóst, að ef hungurofsóknunum yrði haldið áfram, þá myndu þeir, konur þeirra og börn verða sveltir í hel. Þess vegna efldust samtök atvinnuleysingj anna með hverjum degi. Hinn róttæki armur verkalýðshreyfingarinnar, undir forystu Kommúnistaflokksins, vann ötullega að því að fylkja alþýðunni til baráttu gegn valdhöfunum og kröf- ur atvinnuleysingjanna um vinnu urðu æ háværari og þátttaka þeirra almennari. Með vaxandi baráttu verkamanna og síauknu at- vinnuleysi færðist þessi barátta svo í aukana að marg- sinnis kom til átaka milli atvinnulausra verkamanna annars vegar og lögreglunnar og yfirvaldanna hins vegar. I árslok 1930 urðu óeirðir á bæjarstjórnarfundi í Reykjavík, sem enduðu með því að fundinum var VINNAN 233
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.